Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 107
IÐUNN
Töflurnar.
101
koppum og kirnum, sem hann hafði raðað umhverfis
sig. I vírbyrgi einu hafði hann þrjátíu hvítar tilrauna-
mýs, sem dönsuðu bókstaflega talað á afturfótunum,
með framlappirnar á maganum, kring um fóðurdall,
sem doktorinn lét einhverja leyndardómsfulla dropa
leka niður í.
Svo var það fimtudagsmorgun einn í aprílmánuði, að
ungfrú Pepsin varð litið út um gluggann og yfir að
rannsóknarstofunni, og hún sá andlit bróður síns gegn
um hjúpinn af bláum og ljósrauðum gufum. Aldrei á
æfi sinni hafði hún séð annað eins glenniverk. Það skein
í tennurnar á honum, og munnurinn var glentur út að
eyrum. Hún stirðnaði upp, og það kom á hana reiði-
svipur. Að hann skyldi dirfast að gera henni svona bilt
við! Svo settist hún, reigingsleg í bragði, með rúm-
ensku málfræðina sína og beið þess, er verða vildi.
Litlu seinna kom bróðirinn inn til árbíts. Hún heyrði
hann hengja frá sér hattinn í forstofunni og hósta. En
í sömu svipan skildi hún, að þetta var ekki hósti. Hann
var að hlæja. Ungfrú Pepsin setti upp hörkusvip. Þetta
var alveg óþolandi — hér, í hennar eigin húsum! Slíkt
leyfði hann sér að bjóða henni!
Nú kom hann inn. Enn hafði hann krampadrætti um
munninn — það sá hún greinilega, þótt hann reyndi að
skýla því með lúkunni. Hann gaut til hennar hornauga
og tók síðan á rás inn í svefnstofu sína. Og þegar hann
mætti ekki stundvíslega til snæðings, settist hún sjálf
til borðs, mataðist ein og lét bera af borðinu. Að því
loknu fór hún út, í kenslustund hjá elskuðum og virt-
um einkakennara sínum í rúmensku, sem í dag ætlaði
að taka til meðferðar nafnháttalíkin í því máli. Bróður
sinn sá hún ekki fyr en við miðdegisverðinn. Nú var
hann alvarlegur og stiltur. Og þó var í augum hans ein-