Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 108
102
Töflurnar.
IÐUNN
hver æsing, eins og hann væri varla með sjálfum sér.
Hún lét því vera að yrða á hann, stilti sig um að hefja
umræSur um Dako-rúmensku mállýskurnar, þótt hún
brynni í skinninu eftir aS ræSa um þessi hugstæSu
efni. —
Eftir matinn kom hann til hennar meS fleSubrosi eins
og honum var lagiS og bauS henni þessar tvær sakkarín-
töflur (efnablöndu frá rannsóknarstofunni) meS kaff-
inu. Og hún lét til leiSast og smakkaSi á því. KaffiS
varS svo skrítiS á bragSiS — méS hunangskeim og ilmi
eins og af íjólum. Hún sá, aS bróSirinn dró annaS aug-
aS í pung og gaf henni gætur. Alt í einu var eins og
ljós rynni upp fyrir henni: Hann hafSi gefiS henni eit-
ur. ÞaS var þó kostulegt! Gefa sinni eigin systur inn
eitur! Og þaS án nokkurrar minstu ástæSu! Jú, þetta
var grín fyrir fjóra! Hún fleygSi sér aftur á bak í
stólinn og skellihló. Nei, nú hef eg aldrei vitaS annaS
eins! lárin skoppuSu niSur eftir kinnum hennar, og
hláturinn sauS niSri í henni, svo aS hún varS aS halda
viS rifbeinin til þess aS rifna ekki. Þetta varS hún aS
fara fram og segja eldabuskunni — eSa þá grannkonu
sinni, prófessorsfrúnni, jafnvel þótt þær væru nú eigin-
lega hættar aS heilsast síSan uppistandiS á dögun-
um meS þakrennuna, sem lak. Hún sló til bróSur síns,
flissandi af kátínu, og var aS vörmu spori rokin á dyr.
BróSirinn horfSi ígrundandi á eftir henni og strauk
oddskoriS hökuskeggiS. Jú, þaS var svo sem ekki um
aS villast. Eínablandan hreif. Og þaS meira aS segja
á systurina! Hér hafSi eiginlega gerst kraftaverk! —
AS þessu búnu fór dr. Pepsin niSur á hina alkunnu
einkaleyfis-skrifstofu: Caries & Krebs. Hann hitti Caries
forstjóra sjálfan og sagSi til nafns síns: Hann hafSi á
prjónunum uppfinningu, sem hann óskaSi einkaleyfis á.