Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 110
104
Töflurnar.
IÐUNN
Skemtilegheitin eru úrelt og fyrir bí. Mínir gömlu og
góðu skopleikahöfundar og vísnasmiðir setja að fólk-
inu geispa. Minn bezti trúður getur varla sargað út bros
hjá áhorfendunum — og það þótt hann hlammi sér
beint á rassinn. Og samt heimtar þetta fólk, að eg geri
því eitthvað til gamans! Það er blátt áfram ósvífni. En
þetta heimtar það nú samt. Engin fyndni bítur á það
lengur. Hin blygðarlausasta klámvísa lætur það ósnort-
ið. — En hvað skal segja. Alt þrýtur hér í heimi, grín-
ið eins og annað. Skemtilegum hlutum hefir fólkið ekki
lengur gaman að. Gott og vel, svo verð eg að bjóða því
upp á leiðinlega hluti. Óperettan mín er skrifuð af hag-
stofustjóra og kennara í landmælingum. Þar er alt, sem
heitir fyndni, lýst í bann. Tilbreytingarleysið í almætti
sínu! En sjáið þér til, þetta er nýi tíminn. í stuttu máli:
grátt sement og annað ekki, hvert sem litið er. Getið
þér skilið annað en að nú loksins verði fólkið ánægt?“
— Leikhússtjórinn gaut augunum til gesta sinna og var
sýnilega órór.
Caries brosti af hluttekningu: ,,Eg er nú hálf-hrædd-
ur um---------“. Svo varp hann öndinni og þagði.
von Nierensteiner pataði út í loftið: „Hvað þá?
Hvað á eg svo sem að bjóða því! Viljið þér segja mér
það! Það þætti mér ekki ónýtt að fá að vita!“
Garies fór ofan í vasa sinn og tók upp dálitla öskju,
vafða silkibandi: „Þér ættuð að bjóða gestum yðar
hlátur-töflur doktor Pepsins. Prófið eina sjálfir og sjá-
ið, hvernig fer“.
Það kom hik á von Nierensteiner. Svo tók hann eina
töflu, stakk henni upp í sig, át hana. Að því búnu glenti
hann upp ginið, tók andköf af hlátri, fleygði sér aftur
á bak í stólinn og skelti á lærin:
„Hver djöíullinn! Er það ekki dæmalaust! Aldrei á