Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 111
IÐUNN
Töflurnar.
Í0&
æfi minni hefi eg vitað annað eins! Hlátur í töflum!
Bara að stinga þeim upp í túlann á náunganum! Já,
því ekki það! Svona á að taka það, þetta hyski. Ha,
ha, ha!“
Þeir létu hann veltast um stundarkorn, þar til honum
hægði nokkuð. Síðan stungu þeir saman nefjum og fóru
að ræða um hlutina.
„Nú er mér andskotann sama, hvernig óperettan
verður“, skellihló von Nierensteiner. „Nú læt eg mæl-
inga-dósentinn duga. Hinn hallinkjamminn skal fá að
róa. Og svo lækka eg Iaun hvers einasta leikara niður
í einn fjórða. — Eins og sigurinn sé ekki vís, hvað sem
því pakki líður! “
Það reyndist orð og að sönnu. í hverju sæti í Ieik-
húsinu lá ofurlítill blævængur, haglega gerður, og á
hann var leikskráin prentuð. En við hvern þessara blæ-
vængja var fest lítil askja með áletruninni: piparmynt-
ur (með kveðju frá Ieikhússtjóranum). Kvenfólkið tók
fljótlega að nasa í öskjurnar og bauð fylginautum sín-
um. — Brátt fór hláturinn að ískra í áhorfendum, og
innan stundar var eins og öskrandi fellibylur æddi um
salinn, svo húsið lék á reiðiskjálfi. Saman við gjallar og
hvínandi mjóraddir kvennanna blönduðust sívaxandi
bassadrunur frá karlmönnunum. Leiksýningin varð ein
allsherjar hláturhrina frá upphafi til enda. Þar var ekk-
ert lát á — ekki einu sinni í hléunum eða undir ljós-
auglýsingunum. Og að lokinni sýningu fossaði hlátur-
inn eins og brimalda út á götuna og dreifðist síðan í
gutlandi kvíslum út um hina sofandi borg.
Daginn eftir kváðu leikdómararnir svo að orði, að
óperetta von Nierensteiners væri viðburður þessa leik-
árs, meistaraverk að fyndni og krafti. Hér væri fram
kominn hinn mikli gamanleikur, sem fara myndi sigur-