Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 112
106
Töflurnar.
IÐUNN
för um heiminn og endurleysa mennina. Að eins einn
leikdómari (sem þjáðist af of miklum magasúr og varð
því að gæta ítrustu varuðar í mat og drykk, jafnvel
þótt veitingarnar væru ókeypis) var eitthvað að rugla
um eyðimerkurflatneskju miðlungsmenskunnar og bjána-
leg hlátursköll andlausra áhorfenda. —
Skömmu síðar komu hláturtöflur doktor Pepsins á
markaðinn undir nafninu: Ridoi. Undratöflur hins glaða
hláturs. Hin alkunna og vinsæla sælgætisgerð, Drops,
hafði sett á stofn sérstaka deild fyrir þenna nýja iðn-
að. Töflurnar voru framleiddar í ýmsum myndum og
tegundum, til þess að hafa nokkuð við allra hæfi. Á
bragðið voru þær ýmist eins og piparmynta, súkkulaði,
vanilja eða lakkrís. En bragðið gleymdist skjótt fyrir
áhrifunum, sem komu á augabragði, eins og hnerri af
neftóbaki. Nú var að vísu mesti sægur af undralyfjum
í umferð — meðul við offitu, meðul við hæsi og meðul
við skjöldóttri andlitshúð. Það varð því að auglýsa
duglega til þess að koma hláturlyfinu út. Menn voru
ráðnir til að ganga um götur borgarinnar með rokna
auglýsingaspjöld bæði í bak og fyrir. Stofnað var til
skrúðgangna undir skrautfánum, sem á var letrað:
HVÍ AÐ SAKNA OG SYRGJA?
BJÓÐUM HLÁTRINUM HEIM! — BRÚKUM RIDOL!
Og blöðin fluttu risavaxnar auglýsingar með mynd-
um af kvenmanni áður en og eftir að hún tók að nota
undralyfið. Þessi kvenmaður var engin önnur en ung-
frú Acida Pepsin. Onnur myndin var frá því í fyrra,
fýluleg og súr eins og síld upp úr ediki. Hin var ný,
brosandi eins og sólskinsdagur, því nú var ungfrúin
hætt við rúmenskuna og dansaði milli stofu og eldhúss,