Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 113
IÐUNN
Töflurnar.
107
syngjandi og gerandi að gamni sínu og jóðlandi Ridol
allan liðlangan daginn.
Hláturlyfið var að komast í tízku. Ungir menn not-
uðu það til ,,filippine“-gjafa, krakkarnir sleiktu það í
sig í frímínútunum (í kenslustundunum var það strengi-
lega bannað). Hægt og örugt (þannig var að orði kom-
ist í ársskýrslu Ridol-félagsins) fór lyfið sigurför sína
um landið. í fjarlægum landshlutum risu upp útibú.
Læknar og löggjafar tóku að ræða um, hvort lyf þetta
væri löglegt eða hættulaust almennu velsæmi. Erlendis
var það farið að vekja athygli. Umboðsverzlun ein í
Berlín seldi á einum mánuði fyrir tífalda upphæð árs-
sölunnar í heimalandinu. Smátt og smátt varð það föst
venja, að öll leikhús og bíó létu ókeypis Ridol fylgja
aðgöngumiðunum (þrjár töflur með hverjum, sem ent-
ist sýninguna út). Blöðin stofnuðu til hóp-fyrirspurna
um það, hvort viðeigandi væri að jóðla Ridol á kaffi-
húsum eða undir dansi milli borða. Verzlanirnar fóru
að gefa Ridol-pakka í ofanálag á vörupantanir. Hlátra-
sköllin frá eldhúsunum voru orðin húsráðendum til ama
og óþæginda. Meðal æðri stéttanna voru á uppsiglingu
bindindisfélög gegn Ridol. Nefnd, sem hafði verið sett
á laggirnar, úrskurðaði, að hláturinn, sem af lyfinu staf-
aði, væri ,,óeðlilegur“ — þótt hann kynni að vera
notalegur — og var sárhneyksluð yfir vaxandi út-
breiðslu þess. En hvað stoðaði það? Ridol-neytendum
fór fjölgandi með hverjum degi. Hláturbylgjan var tek-
in að flæða um alla Evrópu.
Einn góðan veðurdag kom svo miljarðungurinn Opti-
mus W. Strong — togleðurstuggu-jarlinn frá New York.
Hann kom með flughraðlestinni nýju, og stundarfjórð-
ungi eftir óð hann inn á tilraunastofu doktor Pepsins og