Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 115
IÐUNN
Töflurnar.
109
það, sem hann nefnir „æðisorku“. En skarpskygnastur
er þó Schopenhauer gamli, sem skilgreinir hið hlægi-
lega á þá leið, að skyndilega opnist augu manns fyrir
ósamsvörun hinnar fjarstæðukendu og því óvæntu heim-
færslu einhvers hlutar undir ósamkynja hugtak“.
„Sleptu þessum bölvuðum þvættingi“, öskraði Amer-
íkumaðurinn og var hinn versti.
„Það var nú einmitt það, sem eg gerði“, sagði dr.
Pepsin og kinkaði kolii. „Eg fór beina leið að upp-
sprettum hlátursins. Fetaði mig fram eftir lögmálum líf-
eðlisfræðinnar. Eg fann miðstöð hlátursins í líkaman-
um. Sú miðstöð liggur aftan til í heilanum, rétt við kirt-
il þann, sem kallaður er heiladingull og sumir telja sjálfa
miðstöð lífsins. Efnablandan mín orkar beinleiðis á þær
heilafrumur, sem mynda hláturstöðina. Sumpart örvar
hún þær, sumpart færir hún þeim næringarefni — ná-
kvæmlega með sama hætti og skjaldkirtlinum er tilfærð
næring hjá Basedow-sjúklingum. Orkutapið, sem hlát-
urinn veldur, er þannig bætt upp á sama augna’bliki.
Hláturinn brýzt fram, frjáls og eðlilegur, og framkall-
ar þegar í stað hinn létta geðblæ, er svarar til hans.
Taugastraumarnir fara þannig öfuga leið við það, sem
á sér stað, þegar utan að komandi fyndni eða uppátæki
verður til að setja hláturstöðina í gang. Hér er byrjað
innan frá, og svo getum við sparað fyndnina (sem ann-
ars er orðin næsta fágæt nú á dögum)“.
„Ágætt!“ — Ameríkumaðurinn spratt á fætur: „The
real ihing!“
„Amma mín sáluga“, hélt doktorinn áfram, „hafði
þann sið að fá sér brjóstsykurmola, þegar lífið var henm
mótdrægt. Með sætu skal súrt reka, var hún vön að
segja. Annars hafa mennirnir löngum ekki haft annað
ráð við ógæfunni en deyfingu: vínanda . . . !“