Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 116
110
Töflurnar.
IÐUNN
„Átti að útrýma því vestra, en mistókst“, greip
Ameríkumaðurinn fram í.
,,og ópíum eða kokain“, hélt doktorinn áfram. „En
deyfingarlyf þessi leysa bara allar hömlur af lífskend-
inni — svo henni geti blætt út! Efnablandan mín bygg-
ir upp aftur þau efni, sem fara forgörðum við hlátur-
inn. Af henni getur maður hlegið heilan sólarhring —
jafnvel vikum saman, án þess að þreytast. Það er vitan-
lega hægt að kitla fólk í iljarnar og koma því til að
hlæja, en sá hlátur er einungis til óþæginda. þa'§ eru
útvortis áhrif. Maður verður að ná til sjálfrar miðstöðv-
arinnar. Til heiladingulsins! Þar á öll kæti upptök sín.
Rati maður þangað, er í rauninni alt fengið. þá um-
snýst hver hlutur í gleði og gáska, hin lélegasta fyndni
sýnist guðdómleg andagift, marflöt miðlungsmenskan
tindrandi gáfur, skapraunir og þjáningar missa brodd
sinn og verða að skemtilegum æfintýrum, leiðindin að
æsandi dægradvöl, gapandi heimskan að sístreymri lind
vizku og speki. Það er sálin sjálf, sem eg umskapa —
geðið. Og alt er geðinu háð. — Svo má tilveran ganga
á tréfótum og veröldin vera svo rangsnúin hún vera
vill. Við tökum okkur töflu og skellihlæjum! “
„Fyrirtak!“ öskraði Strong. „Þetta er réttnefndur
lífselexír! Eg hefi nú í tuttugu ár verið að basla með
togleðurstugguna. Það friðar að tyggja. Það skapar eins
konar hrynjandi í líkamanum. En hvað stoðar það?
Skapið var jafn-fúlt eftir sem áður •— eg tala nú ekki
um þegar sprúttið var bannað! Við urðum blátt áfram
að skipa fólki að brosa! Keep smiling! Það varð víg-
orð okkar. Forsetinn — með gulltennurnar — auðvit-
að fremstur í flokki! Enginn ólundarsvipur í U. S. A.!
En heldurðu að þetta hafi dugað? Við löggiltum bros-
ið, en þá gerðist það þvingað — það leyndi sér ekki.