Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 117
IÐUNN
Töflurnar.
111
Efnablandan þín táknar risaskref í áttina til hinnar
jarðnesku paradísar! Og nú gerum við gleðina ódýra!
Við hellum henni á flöskur og flytjum út! Við látum
kætina gnauða í iðrum þessarar öldruðu jarðar! Nú
skulu fortjöldin rifna og björgin klofna af aldrei þagn-
andi hlátrasköllum! “ —
Og þar með tók hin mikla hlátur-holskefla að hrynja
yfir heiminn. Optimus Strong hóf sína tröllauknu aug-
lýsingastarfsemi, sem aldrei hafði átt sinn líka, á því að
aka í eigin persónu um götur New York-borgar í íburð-
armiklum skrautvagni, er tuttugu hvítir hestar gengu
fyrir. Með vagninum fór hópur hlæjandi svertingja, sem
miðluðu ókeypis hláturtöflum hverjum sem hafa vildi,
gegn því, að þeir slægjust í förina, berandi auglýsinga-
spjöld, sem á var letrað: Hví eg hlæ! Yes sir! Eg hef
etið Ridol-töfIur! — Aldrei hafði sézt önnur eins skrúð-
ganga. Þúsundraddað hláturkór yfirgnæfði gersamlega
öskrin í bílunum. En uppi í loftinu skrifuðu flugmenn
nafnið Ridol með reykskrift á sjálfa festinguna.
Og svo var stofnað til hlátur-kappleika. Kept um,
hver gæti hlegið hæst og hver lengst, hver hefði feg-
urstan hlátur og hver Ijótastan. Kept í diskant-hlátri og
bassa-hlátri, háðar Maraþon-raunir í hlátri — keppni
fyrir karla og önnur fyrir konur. Loks var efnt til stór-
fenglegrar samkeppni um það, hver orðið gæti sér mest
til athlægis. Sú keppni varð úrslitalaus, því Ridol-töfl-
urnar urðu jafnvel dómurunum hrösunarhella með þeim
árangri, að þeim var ókleift að gera upp á milli þátt-
takendanna.
Nú var svo komið, að leikhúsin stóðu tóm. Fólkið
hafði komist á snoðir um, að það var bæði ódýrara og
fyrirhafnarminna að skemta sér heima við að jóðla töfl-
ur. Jafnvel hlustenda-fylkingar útvarpsins tóku mjög að