Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 118
112
Töflurnar.
IÐUNN
þynnast. Fólkið þurfti ekki lengur útvarps-fjölleikanna
með til að drepa tímann eða jazz-laganna til að létta
skapið. (Æðri tónlist, og sömuleiðis skáldskapur, var
þegar fyrir löngu horfið þessum heimi, áður en Ridol
kom til sögunnar.)
Optimus Strong klappaði saman sleggjulúkum sín-
um, er hæft hefðu heimsmeistara í barsmíðum: „Stór-
kostlegt! Eins og eg hafi ekki alt af verið að spá þessu!
Hvers virði er nú það, sem f.orfeður okkar voru að
þvæla um — þetta, sem þeir kölluðu andlegt líf, hærri
menningu, sál — eða hvað það nú hét? Hégóminn ein-
ber, alt saman tómur orðavaðall og þvættingur! Það
er fyrst þegar eg kem til sögunnar — og vísindin •—
að heimurinn eignast þau hnoss, er hann þráði lengst“.
Vitanlega voru þeir til, sem spyrndu á móti. En þeir
urðu brátt ofurliði bornir af hlátrinum. Fáeinir mein-
lætamenn húktu hver í sínum afkrók og tærðust upp.
Löggjafarnir sáu brátt sitt óvænna og hættu að berjast
á móti hláturfaraldrinum, sem viss tegund vandlætara
hafði heimtað að þeir gerðu. Engum tókst að sanna, að
efnablanda dr. Pepsins hefði nokkur skaðvænleg áhrif
á mannlegan líkama. Þvert á móti. Hláturinn var maga-
vöðvunum hin hollasta þjálfun.
Hláturbylgjan æddi yfir heiminn. Allir voru kátir.
Menn skemtu sér einir fyrir sig, — þurftu ekki lengur
að hafa fyrir því að líta inn til nágrannans til þess að
skiftast á skemtilegum tíðindum. Hver sína töflu! Og
svo gátu þeir setið heima og hlegið í einrúmi.
Jafnvel við líkamlegum þrautum reyndist Ridol betra
en nokkurt meðal annað. Sársaukinn náði ekki lengur
inn til meðvitundarinnar, þar sem hláturinn drottnaði
einvaldur. Hvað gerði það til, þótt eitthvað væri að á
einhverjum útkjálka líkamans? Miðstöðin var á tali!