Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 119
IÐUNN
Töflurnar.
113
Og þar var veizla og fagnaður. — En færi svo illa að
lokum, að hinn grimmi dauði birtist á leiksviðinu, án
þess að hafa gert boð á undan sér, þá tóku að minsta
kosti vinir og vandamenn sjúklingsins sér það létt. Þeir
stungu bara upp í sig töflu og létu þá dauðu jarða sína
dauðu. Með þjáningunni hvarf einnig meðaumkunin.
Hamingjan var nú einu sinni á faraldsfæti um jörðina
í eigin óminnugu persónu. A spítölunum biðu nú engir
angistarfullir ástvinir úti fyrir dyrum uppskurðarstof-
unnar. Við banabeðinn hélt engin vinarhönd um úlnlið
hins sjúka þangað til Iífæðin hætti að slá. Allar kirkjur
stóðu galtómar. Sálin, sem menn áður höfðu til að
senda bænir til himna, var löngu druknuð í hláturflóð-
inu. —
Svo einn dag kom Optimus Strong í einka-hraðflugu
sinni frá New York og settist á þakið á risabyggingu dr.
Pepsins, þar sem hann, með einvalaliði níu hundruð
efnafræðinga, vann að því að finna ný og ný afbrigði
og styrkleikastig af undralyfinu Ridol.
Dr. Pepsin tók á móti honum, fölur og gugginn. Op-
timus Strong var ekki síður framúrlegur, með djúpar
hrukkur við munnvikin og varla að það glitti lengur í
gervitennurnar. Hvorugur neytti Ridols. Á herðum
þeirra hvíldi það starf, sem hafði umskapað heiminn.
Ameríkumaðurinn klóraði sér á bak við eyrað og
hnerraði af hinum fjóluilmandi gufum, sem stigu upp
af tilraunaflöskunum.
Svo gaut hann augunum ódjarflega upp á doktorinn.
„Það er eitthvert bölvað ólag á því öllu saman!“
rumdi í honum.
Doktorinn kinkaði kolli, graf-alvarlegur.
„Það er alls ekki eins og eg hafði hugsað mér það“,
drundi Strong. „Þetta hefir maður fyrir bévaða ekkisen
Iðunn XIX 8