Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 121
IÐUNN
Töflurnar.
115
okkur, fyrir handan, eru allar verksmiðjur að hætta.
Framleiðslan fer hraðminkandi. Fimm hundruð dollar-
ar fyrir ein stígvél! Það nennir enginn orðið að búa
þau til. Enginn hreyfir sig til nokkurs hlutar. Jafnvel
unga fólkið er hætt að skríða saman. Það daðrar ekki
lengur hvað við annað, dansar ekki einu sinni rumbu.
Það fær sér bara töflu — hver fyrir sig! Finst nægilegt
púður í því! Verkamennirnir mæta ekki framar við vél-
arnar. Sporvagnarnir eru hættir að ganga. Lögreglan
flissar upp í opið geðið á manni, ef maður kvartar um
eitthvað. Jafnvel löggjafarþingið situr og jóðlar töflur
og gerir ekki annað en hlæja. Skólunum hefir orðið að
loka. Fyrst voru það strákarnir, sem höfðu lærdóminn
að liáði. Nú ganga kennarárnir á undan. — Og ekki er
það einu sinni svo beysið, að þetta hyski hlæi í flokk-
um eða stéttum. Nei, helzt pukrar það hver fyrir sig og
skemtir sér aldrei betur en í einrúmi. Það er svo sem
ekki neitt varið í það lengur að punda á náungann nýj-
asta brandara. Eins og hann hafi ekki töflur sjálfur! —
Alt virðist vera í upplausn. Hvar heldurðu að þetta
endi? Það er ekki viðlit að ætla sér að stöðva Ridol-
faraldurinn úr þessu. Þá yrði bara aftur farið að brugga
heima. Nei, við verðum að finna eitthvert móteitur, áð-
ur en veröldin hlær sig í hel. Að mennirnir skuli halda
þetta út!“
Doktorinn hristi höfuðið mæðulega: „Fólkið veit ekki
af þessu sjálft. Almenningur hefir aldrei gert sér ljóst,
að það, sem vakti honum hlátur, var oft og einatt hé-
gómi og heimska, ef ekki annað verra. Fólkið hefir iðu-
lega hlegið af hinum merkilegustu tilefnum. Nú hlær það
öldungis tilefnislaust. Það hefir engan grun um, að það
þráir fyrst og fremst eitt: — að líða! “ — Hann horfði
8*