Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 124
Trúmálaumræðurnar.
£ Ekki alls fyrir löngu lýsti séra Árni Sig-
Séra Arni bjargar ^ c. . , , . , . ,v
Móra í útvarpinu. urðsson yfir þvi i Rikisutvarpinu, að
undirritaður hefði beðið ósigur í þrætu
við sértrúarflokk einn hér í bænum, út af draugum,
straumi og skjálfta og fleira þess háttar. Nú bannar út-
varpið ræðumönnum sínum alla íhlutun um þrætur, sömu-
leiðis að draga óvarðandi menn í ádeiluskyni inn í er-
indi sín, hvort heldur með því að nafngreina þá eða
dylgja um þá. Hr. Á. S. kaus að hafa í frammi dylgju-
aðferðina við mig. Eg kærði séra Árna fyrir að hafa
brotið reglur Ríkisútvarpsins með óheimilli íhlutun um
þrætur. Ég álít aðferð séra Árna ódrengilega og efast
jafnvel um, að hún þyki sæmandi meðal prestvígðra
manna. Hann gerir tilraun að kviksetja í áliti útvarps-
hlustenda málstað, sem þeir höfðu ekki átt kost á að
kynna sér.
Á dögunum fór ég þess á leit, að mega taka þátt í
trúmálaumræðum útvarpsins til að andmæla þessum
slettirekuskap hins háttvirta sjálfboðaliða drauganna,
þessum óvænta stuðningsmanni straums og skjálfta, sem
vildi vinna það fyrir málstað annars sértrúarflokks en
þess, sem hann er vígður til að þjóna, að brjóta þær
reglur, sem ræðumönnum útvarpsins er treyst til að
fylgja. í rauninni átti ég ekki annað erindi í útvarpið en
að lýsa yfir því, að hr. Árni Sigurðsson hefði í fyrsta
Iagi farið með rangt mál og í öðru lagi brotið dreng-
lyndisskyldur sínar, þegar hann fór að geipa um ósigur
minn í draugaviðureigninni. Utvarpsráði þóknaðist að