Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 125
IÐUNN
Trúmálaumræðurnar.
119
banna mér aðgang að útvarpinu f þessum tilgangi, svo
ég verð því miður a‘ð liggja undir því ámæli hjá hlust-
endum að hafa orðið að láta í minni pokann fyrir Móra.
Eins og gefur að skilja tekur það ekki smálítið á mig.
Eg skal þó geta þess, að kæra mín hefir fengið því áork-
að, að prestarnir hafa verið ámintir um að koma fram
eins og heiðarlegir menn í útvarpinu, og það eru allar
líkur á því, að sérleyfi kirknanna í útvarpinu verði eitt-
hvað takmörkuð í framtíðinni.
Nú kemur ritstjóri Iðunnar og mælist til þess, að ég
láti í ljós skoðanir mínar um hinar ágætu trúmálaum-
ræður útvarpsins á dögunum og þá sáluhjálp, sem ég
hafi orðið aðnjótandi af þeim. Hann stingur upp á, að
ég geri það í áframhaldi þrætunnar við sértrúarflokkinn
í vetur. Mér er sönn ánægja að segja ritstjóranum og
lesendum hans alt af létta um málið.
£ . , Trúarflokkur sá, sem ég var að jagast
Sera Arnj eoa r • 1 '
séra Lára V1° 1 vetur- er emkennuegur ryrir pa
sök, að hann gerir þá kröfu, að menn
nefni hann „rannsóknafélag“ og kenni hann við sálvís-
indi. Það, sem ég hélt fram í deilum mínum við trúflokk-
inn, var, að engum, sem hefði nokkurt hugboð um, hvað
sálarrannsóknir væru eða sálvísindi yfirleitt, gæti komið
til hugar að rugla þessum háttvirta flokki saman við þau
efni. Eg stakk vinsamlega upp á því, að hann breytti um
nafn og kallaði sig eitthvað annað en rannsóknafélag.
Ahangendur trúflokksins risu nú upp í eldmóði, hver um
annan þveran, og skrifuðu út öll borgarablöðin aftan og
framan með eins miklum fjálgleik eins og þeir væru að
bjarga sjálfu auðvaldinu. í fyrstu héldu þeir því fram,
að þessi flokkur væri stífasta rannsókna- og vísindafélag.
En fyr en þá varði sjálfa, höfðu þeir játað einmitt það,
sem ég var að halda fram, að markmið þeirra væri það,