Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 126
120
Trúmálaumræðurnar.
IÐUNN
sem þeir kalla „að lyfta huganum í hæðir“, og til árétt-
ingar þeirri játningu bættu þeir því við, að þessi flokk-
ur þeirra hefði, að mig minnir, sex hundruð kirkjur í
Englandi og ég man því miður ekki hve margar í Amer-
íku. Deilunni lyktaði með því, að báðir aðilar komu sér
saman um það, sem ég hafði haldið fram í upphafi, að
þetta væri trúfélag, en ekki rannsóknafélag.
En úr því séra Árni kaus að ganga fram fyrir skjöldu
sem verndarengill sértrúarflokks, sem á ekkert skylt
við hina einu sönnu fríkirkju, sem hann er vígður til,
þá skal ég honum til ánægju taka það fram, að ég álít,
að þeir, sem hafa ekki frið í sínum beinum af áhyggjum
um það, hvort þeirra skemtilega og gáfaða sjálfsvitund
muni lifa eilíflega eða ekki, þeir séu sízt ver komnir hjá
hinum ágæta miðli Láru en hjá séra Árna. Bæði eru joau
atvinnutrúmenn, bæði að reyna að hafa ofan af fyrir
sér, hvort á sinn hátt, á þessum erfiðu tímum, eins og við
öll, bæði hafa svona hér um bil jafn-mikið umboðsvald
á sviðum hins yfirskilvitlega. Ég lít á frú Láru sem góða
og gilda fornaldartrúkonu, fjölkunnuga vel og sannan
kvenprest eins og talað er um í fornum bókum frá ómuna-
tíð. Aftur á móti er mér engin launung á því, að mikið
af því stólræðuþvögli, sem helt er út yfir varnarlausa
þjóðina gegn um Ríkisútvarpið á hverjum sunnudegi, cr
þess eðlis, að enginn maður með heilbrigðri, óspiltri feg-
urðartilfinningu getur hlustað á það, án þess að veiða
flökurt. Það er vottur um umburðarlyndi íslendinga, hve
möglunarlaust þeir þola slíkan kross.
j . , , , Afstaða mín gagnvart öðrum trúarflokk-
Astin til Jesú i • ,
er eínkamál. um er hin sama °§ Sagnvart sertruar-
flokki þeim, er kennir sig við „spirit-
ism“. Ég geri hvorki að játa né neita því yfirskilvitlega;
ég veit ekkert um það. Ég álít, að bæði þeir, sem játa