Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 128
122
Trúmálaumræðurnar.
IÐUNN
eitt einasta ráð, og það er sama ráðið og Jesús ku hafa
gefið þeim sjálfur, nefnilega að yfirgefa hús sitt og heim-
ili og fara út í eyðimörku með kross á baki og leggjast
þar út og vera einir með Jesú upp frá þeirri stund, í
stað þess að ónáða fólk.
Barnatrú ^r ÞV1 a^ Sera AmÍ Eefir OrðÍð þeSS
valdandi, að ég er farinn að tala um
trú, þá vil ég líka leyfa mér að tala svolítið um barna-
trú. Menn hafa ýmis konar barnatrú. Samkvæmt rann-
sóknum lífeðlisfræðinga á vitundarlífinu, er það lögmál,
að það, sem er innprentað í vitund vora á unga aldri,
víkur þaðan ekki, þótt árin færist yfir. Þess vegna halda
allir sinni barnatrú að meira eða minna leyti. Þau börn
eru mjög heppin, sem hefir ekki verið innprentuð mjög
mikil vitleysa, þegar þau voru lítil. Amma mín kendi mér
að lesa passíusálmana þegar ég var lítill, og hún kendi
mér að meta þá. Síðan hafa mér alt af þótt passíusálm-
arnir ágætir, ég held eg meti þá mest allra íslenzkra
kvæða; fyrir nokkrum árum skýrði ég frá því hér í Ið-
unni, hvers vegna. Um biblíuna sagði amma mín nokkur
orð, sem ég hefi einnig geymt í minni. Ég var einhvern
tíma að stauta í biblíunni, og amma mín kom og spurði:
Hvað ertu að lesa núna? Það er biblían, sagði ég. 0,
það er nú ekki alt að marka, sem í henni stendur, biblí-
unni þeirri arna, sagði hún. Ég var mjög ungur, þegar
ég var sannfærður um, að kristindómurinn væri í senn
ósiðleg kenning og í mörgum atriðum fullkomlega villi-
mannleg kenning, auk þess sem hún er í eðli sínu í
fjandskap við manninn og lífið. Þetta hefir síðan verið
mín barnatrú. Eg féll frá minni barnatrú, þegar ég var
unglingur um tvítugt, hversu margur hefir ekki fallið frá
sinni barnatrú um skeið í alvöruleysi æskunnar. Síðan