Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 129
IÐUNN
Trúmálaumræðurnar.
123
fann ég aftur mína barnatrú. Eg er einn af þeim ágætu
mönnum, sem halda sinni barnatrú.
Þegar ég var lítill, var mér sagt, a'Ö það væri ljótt og
ósæmilegt að fullyrÓa nokku‘5 um það, sem maður vissi
ekki; slíkt væri að ljúga. Þess vegna álít ég það ljótt og
ósæmilegt og þaÓ stríðir á móti minni barnatrú, þegar
atvinnutrúmenn, eins og t. d. prestar, eru að fullyrða
eitthvað um það, sem þeir vita ekki meira um en ég,
eins og t. d. um guð og annað líf, sem þeir vita nákvæm-
lega ekkert um. I stað þess að vera heiðarlegur maður
og segja eins og satt er: Ég veit ekkert um það. Ég hefi
ekki hugmynd um það. Ef svo er, nú gott og vel, þá á
það eftir að sýna sig.
Það væri líka gott og blessað, ef atvinnutrúmenn iétu
sér nægja að prédika, að París væri til, og segja mönn-
um, hvernig væri umhorfs í París, hvernig ástandið væri
í París. Hvenær sem vill er hægt að senda trúverðugan
mann til Parísar til þess að ganga úr skugga um, að borg-
in standi. En það er ómögulegt að senda mann inn í ann-
að líf í þeim erindum, af þeirri einföldu ástæðu, að hann
kemur ekki aftur. Þeir, sem ekki þola við fyrir spurn-
ingunni um annað líf, eru bezt komnir hjá Láru.
Annars-lífs-ofstækið er einn af mörgum sjúkdómum,
sem almenningur er sýktur í bernsku í okkar grimma
þjóðfélagi, alveg á sama hátt og vér erum öll í bernsku
sýkt grillunni um persónulegan eignarétt. Það er auð-
valdið, sem heimtar að allir séu sýktir með þessum og
þvílíkum grillum, og menn þjást af þeim æfilangt. Eins
og allir vita, er auðvaldið erkifjandi mannlífsins á jörð-
unni. Hinn persónulegi eignaréttur er notaður af auð-
valdinu til þess að réttlæta auðsöfnun einstakra þjófa og
ræningja á kostnað öreiganna og hins vinnandi lýðs.
En loforðin um uppfylling óskanna í öðru lífi, á himn-