Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 130
124
Trúmálaumræðurnar.
IÐUNN
um, eru verðlaun þau, sem auðvaldið með kirkjum sín-
um veitir hinum knekkuðu, rúíneruðú og demóralíséruðu
mannkvikindum fyrir að þau skuli hafa verið nógu auð-
mjúk til þess að láta svifta sig öllum rétti til gæða þessa
Iífs hér á jörðinni.
, „ ,, . Ég skal taka það fram, að það eru
leg staSreynd. en§ar sagnfræðilegar heimildir fynr
því, að maðurinn Jesús hafi nokkru
sinni verið til. Hvað atvinnutrúmenn segja um þá hluti,
er ekkert að marka. Jesús er nefnilega guð, en ekki
maður. Ohlutdrægir rannsóknarar benda á, hvílík firra
það sé að telja þann mann sagnfræðilega staðreynd, sem
fæðist á yfirnáttúrlegan hátt (af meyju) og deyr á yf-
irnáttúrlegan hátt, þ. e. a. s. rís upp frá dauðum og
hverfur upp í himininn. Meðan hann lifir, er hann fræg-
astur af alls konar yfirnáttúrlegum hlutum, eins og t. d.
að vekja upp dauðan mann, sem var farinn að rotna, og
þess háttar. Slíkar heimildir um mann eru hið gagnstæða
við sagnfræðilegar heimildir. Sagnfræðin getur ekki tek-
ið slíka persónu alvarlega. Aftur á móti er Jesúkrists-
hugmyndin brennipunktur ákveðinnar tegundar af gyð-
inglegri guðsdýrkun, sem á ákveðnum tímamótum, und-
ir ákveðnum kringumstæðum, tekur smám saman á sig
mannsmynd, þannig, að menn gera ,,kúltusinn“ að per-
sónu, leggja síðan í munn þessum ímyndaða manni öll
sín spakmæli, dæmisögur, dultrú og síðast, en ekki sízt,
sínar þjáningar. Fræðimenn telja, að sköpunartími
Krists hafi staðið yfir í þrjú hundruð ár, eða frá dögum
Daníelsbókar, 150 árum fyrir vort tímatal, þangað til
h. u. b. 150 árum eftir upphaf vors tímatals, eða um það
leyti, sem síðasta guðspjallið var skrifað. En hvað sem
sköpunarsögu Krists-fígúrunnar líður að öðru leyti, þá
er þó eitt víst, Jesús Kristur hefir gengið inn í veraldar-