Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 131
IÐUNN
Trúmálaumræðurnar.
125
söguna sem trúarbrögð, en aldrei sem maður. Munurinn
á trúgirni gamalguðfræðinga og nýguðfræðinga er sá,
að gamalguðfræðingar trúa því, að Lazarus hafi verið
allur gegnrotinn, þegar Jesús vakti hann upp, en nýguð-
fræðingar trúa því, að hann hafi aðeins verið byrjað-
ur að rotna.
Annars er hver kenningin og hver dæmi-
Biblían er ful! , . ,, , , •
, , * • • sasan 1 bibhunm upp a moti annari, sem
ar motsognum. ° r ^
ekki er ao furða, par sem hér er aö
ræða um ósamstæðar bókmentir þjóðar í mörg hundruð
ár. Það er mjög erfitt að fá nokkurt vit út úr biblíunni
páfalaust, eins og allir vita, sem nokkuð eru kunnugir
kenninga-öngþveiti mótmælendakirknanna. Þess vegna
er auðvitað mestur staður í kaþólsku kirkjunni, sem
hefir mann fyrir biblíu, í stað þess að hafa bók fyrir
páfa, eins og t. d. Lútherstrúarmenn, og það bók, sem
er full af mótsögnum. En alt um það er óviturlegt að
spá nokkru um ártalið, hvenær kirkjan verði búin að
vera, eins og séra Árni Sigurðsson segir, að hinn vantrú-
aði spámaður Voltaire hafi gert. Spádómur Voltaires er
enn ein sönnun þess, hve valt sé að treysta yfirskilvit-
legum gáfum. Hvernig fór ekki fyrir hinum volduga spá-
manni Jóni krukk, sem er höfuðspámaður íslendinga,
enda sá einasti, sem við höfum eignast, fyrir utan nokkr-
ar ómerkilegar spákerlingar. Hinn voldugi spámaður Jón
krukkur, sem var þar að auki eins mikill trúmaður og
séra Árni Sigurðsson, hann spáði því, að Reykjavík
mundi sökkva, þegar sjö prestar stæðu skrýddir fyrir
altari í þessari merku kirkjusókn. Sem betur fór, kom
spádómurinn ekki fram. Hins vegar er óhætt að full-
yrða, að kirkjan er auðvaldsþjóðfélaginu eins nauðsyn-
leg til að halda uppi auðmýkt og kvikindishætti meðal
lýðsins, eins og því er nauðsynleg kenningin um hinn per-