Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 132
126
Trúmálaumræðurnar.
IÐUNN
sónulega eignarétt til að tryggja ákveðnum einstakling-
um rétt til að arðræna fjöldann. Það er of snemt að spá
hruni kirkjunnar á undan hruni auðvaldsþjóðfélagsins.
_ , , , í trúmálaumræðunum voru einhverjir
ismans er aS efla fffðlmgar að skrafa um fjandskap
hl« andlega. sósíalismans við andann. Meginkjarn-
inn í kenningum sósíalista og kommún-
ista eru hins vegar fiau reynsluvísindi, að eina ráðið til
að skapa andlegt líf eða menningu hjá einhverri bjóð-
félagsstétt sé það, að þessari stétt verði gefin tækifæri
til að sjá fyrir öllum sínum líkamsþörfum; að það sé
ekki hægt að tala um hið andlega fyr en séð er fyrir
þörfum hins líkamlega; að það hafi aldrei skapast hjá
neinni þjóðfélagsstétt andleg menning, nema á grund-
velli efnalegrar velmegunar. Sósíalisminn, kommúnism-
inn aðhyllist þessa fornu latnesku kenningu, að fyrst sé
að sjá fyrir líkamsþörfunum, síðan að snúa sér að ment-
unum. Það, sem verkalýðurinn keppir fyrst og fremst
að í hinni sósíalistisku baráttu sinni, er einmitt þetta, að
hinir æðri hæfileikar hins vinnandi manns fái að njóta
fylsta þroska, og þetta er ekki hægt nema hinum líkam-
Ieeu þörfum sé fullnægt fyrst. Þess vegna er barátta allra
sannra sósíalista og allra sannra kommúnista fyrst og
fremst fyrir sigri andans, fyrir því, að fjöldanum sé
skapaður efnalegur grundvöllur til þess að hinir æðri
hæfileikar mannsins fái notið ítrasta þroska; fyrir því,
að hin andlega menning verklýðsstéttarinnar geti risið
sem hæst.
Andinn er mesti efnishyggjumaður, sem sögur fara af.
13. apríl 1936.
Halldór Kiljan Laxness.