Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 133
Á leið suður.
Grár ömurleiki þungbúins ágústsdags hvíldi yfir öllu.
Það hafði verið smágerð rigningarsúld allan daginn
ásamt kenjóttum úrsinningskalda, en nú var komið blæja-
logn, og dimm þokubræla lá á f jöllunum í kring. — Það
var engu líkara en þau yxu saman við þennan annarlega,
formlausa heim, þar sem allar ákveðnar línur þurkast
burt, alt hið hlutkenda máist og leysist upp í einhverju
ósjálfræði.
Himininn var alsettur dimmum og fljótandi síðsumar-
skýjum, óvenju nálægum, eins og þau myndu þá og þeg-
ar steypast yfir jörðina, svo að öll verund manns sner-
ist til andófs gegn þessari yfirþyrmandi, hrollköldu nátt-
úru. —
Já, það er annað en gaman að standa allan daginn í
slílcu veðri í rennblautum mýrarsvakkanum og berjast
við að sálga nokkrum stráum af þessum illa löguðu og
blóðsnöggu þúfnaskröttum. Það er eins og líf manns
verði svo Iítilmótlegt, tilgangslaust og fjarri nokkru eft-
irsóknarverðu takmarki, þegar regnið lekur niður and-
lit manns og grösin drúpa hálfbliknuð eins og í þögulli
auðmýkt fyrir því valdi, sem lætur þau lifa eitt sumar
— og deyja. —
Ef til vill hefi eg fundið meira til þessa drepandi öm-
urleika fyrir þá sök, að eg var kaupstaðarbúi og hafði
aldrei áður verið í kaupavinnu til sveita. Hafði jafnvel
ekki hugmynd um, að jafn-afskektur og tilbreytingar-
lítill staður væri til í veröldinni og þetta bannsetta ein-
yrkjakot. —