Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 134
128
Á leið suður.
IÐUNN
Aftur á móti virtist Jónki gamli kunna frekar vel við
sig þarna í bleytunni, og var hann þó ólíkt ver búinn að
hlífðarfötum en eg, — og hafði bersýnilega ekkert að
athuga við rigningarsúldina, þokuna og himininn. —
Hann sló og sló af mesta kappi, skáskar grasið af þúf-
unum, murraði gamlar sláttuvísur og hafði ekki hug-
mynd um, að eg væri altaf að líta heim að bænum til að
vita, hvort eftirmiðdagskaffið færi ekki að koma. Því
að þegar maður er búinn að drekka eftirmiðdagskaffið,
þá fer að styttast að hættutíma. —
Svo loksins þegar eg var að því kominn að gefa upp
alla von viðvíkjandi nokkrum endi á þessum degi, þá
kom Stína litla skokkandi með kaffið til okkar, eins og
fallegur engill í ljótum draumi.
Við lögðum frá okkur orfin og völdum okkur sæti á
einni stærstu þúfunni til þess að verða ekki mjög rass-
votir, — nóg sem amaði að manni, þótt það bættist ekki
við líka.
— Þetta er meiri blessuð rekjan, púaði Jónki gamli
um leið og hann settist.
— Rekjan, át eg eftir honum. Andskotann ætli sé
varið í þessa rigningarbrælu, sem ætlar að gera mann
sinnisveikan. Eg held það þurfi ekki rekju á þessa bölv-
uðu mýri, hún er nógu blaut fyrir því.
Hann anzaði þessu engu, en fór að leysa klútinn
utan af lummunum, því Helgu gömlu hafði — sem bet-
ur fór — þótt dagurinn þess virði að spandera þeim
óþarfa á okkur. En eg sótti í mig veðrið og hélt áfram.
Eg veit sannarlega ekki, hvað maður á að kalla þenn-
an fjanda. — Hvaða vit er svo sem í því að standa eins
og græningi á bleytukarganum þeim arna og berja þessa
sneggju? Og það í öðru eins veðri og núna. — Eg skal
svei mér láta mér þetta að kenningu verða og fara ekki