Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 135
IÐUNN
Á leið suður.
129
í sveit næsta sumar. Því það er brent fyrir, að hér ger-
ist nokkur skapaður hlutur. Þa'S eru ekki einu sinni böll
hérna, hvað þá annað.
Jónki gamli skenkti mér í pjátursmálið og fór sér að
engu óðslega, sagði svo í góðlátlegum málrómi, sem var
brunginn af vísindalegum krafti:
— Víst ferðu í sveit næsta sumar, þú hefir bara gott
af því, það er holl og heiðarleg vinna. Og ekki er betra
fyrir þig að flækjast aðgerðarlaus í béuðu göturykinu
og súpa í þig tæringu og alls konar pestir. — Nú-nú. Og
hvað rigningunni og þokunni viðvíkur, þá er ekkert við
því að segja. Ætli það komi ekki rigning og þoka í þess-
um kaupstöðum rétt eins og hérna í Innsta-Koti? —
Hann sagðist álíta, að út af fyrir sig, þá væri rigning-
in og þokan hreinn og klár viðburður, því að sólskins-
dagar kæmu þó altaf inn á milli. Og þannig væri nátt-
úran full af hinum merkilegustu viðburðum, ef við bara
kærðum okkur um að veita beim athygli. — Eða, bætti
þér kannske skemtilegra, ef hér væru styrjaldir, stór-
orustur, böll og svoleiðis djöfulskapur á hverjum degi?
Ætli þú yrðir ekki leiður á því líka?
— Nei, sagði eg þrákelknislega til að erta þann gamla,
saup rösklega á kaffinu, tróð upp í mig heilli lummu,
leit síðan spekingslega í kring um mig og ætlaði að halda
talinu áfram, þegar eg kom auga á nokkuð, sem beindi
huga mínum á aðrar brautir. —
Norðan móagöturnar kom einhver mannvera röltandi,
og þegar móann þraut, lagði hún tafarlaust á mýrina og
stefndi beint til okkar.
— Sérðu, hrópaði eg. Hver skyldi þetta vera?
Jónki gamli rýndi lengi á gestinn, sem nálgaðist smám
saman, og sagðist ekkert botna í þessu ferðalagi.
— Hún hlýtur að vera ofan úr Hnjúkahreppi og hef-
Iðunn XIX 9