Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 136
130
Á leið suður.
IÐUNN*
ir gengið yfir Skarðsheiði, tautaði hann. Eg veit ekki,
hvaða erindi hún hefir á þessar slóðir. Ekki á eg neitt
saman við þá Hnjúkhreppinga að sælda.-----------
. . . Já, þetta var gömul kona, og það er víst óhætt að
segja næsta einkennileg kona. Andlitið var skorpið og
gult og svo hrukkótt, að það Iíktist miklu meira gömlum,
hertum sauðskinnsbjór en ásjónu lifandi manneskju. —
Augun hafa víst einhvern tíma verið djúp og blá, en nú
voru þau öll upplituð og hálfbrostin, en störðu þó eins
og í leiðslu til einhvers fjarlægs áfanga, — hvarmarnir
votir og bólgnir. Og þótt varir hennar hafi máske end-
ur fyrir löngu verið rauðar og lifandi, þá sáust þess
engin merki nú. Þær voru einnig daufbleikar og saman-
bitnar sem í hræðilegri spurn, — spurn um hinn hinzta
tilgang.
Hárinu, sem var grátt og rytjulegt, skýldi rauðdröfn-
óttur klútur. Hún hafði mórauða prjónahyrnu bundna
um herðarnar og hafði stytt upp um sig gráu strigapilsi.
Annar togbandssokkurinn hafði sigið niður, og á milli
Ieirslettanna sást í stóra og bláa æðahnúta. Mýrarleðjan
bullaði óskemtilega í útþvældum kúskinnsskónum. En á
bakinu bar hún hvítan og hreinlegan pokatausa. — Hún
slampaðist áfram, bogin og þreytuleg, og það var auð-
séð, að fæturnir leystu hlutverk sitt ekki sem bezt af
hendi. —
Þannig kom hún, þessi gamla kona, arkandi inn í hið
viðburðasnauða líf okkar á engjunum í Innsta-Koti, þar
sem aldrei gerðist nokkur skapaður hlutur.
— Sæl verið þið, sagði hún bæði rám og skræk, og
heilsaði okkur með handabandi.
Sérstaklega virtist henni geðjast vel að Stínu litiu.
— Þú minnir mig dálítið á hana Lóu mína, þegar hún
var á þínum aldri, sagði hún og brosti framan í telpuna.