Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 137
IÐUNN
Á leið suður.
131
Þá kom í ljós, að hún hafði aðeins tvær eða þrjár tenn-
ur í efra gómi. —
Eg gapti af undrun. — Þú minnir mig dálítið á hana
Lóu mína. Skárri var það nú kveðjan. Hún hlaut að vera
geggjuð, úr því hún talaði svona — bláókunnug mann-
eskjan. En Jónki gamli dró annað augað í pung, eins
og hans var vandi, þegar hann talaði við gesti, og spurði
kurteislega: — Hvað heitir konan?
— 0, eg heiti nú Guðbjörg og er Jónsdóttir og bjó
einu sinni í Króki, en nú hefi eg gist nokkrar nætur hjá
hreppstjóramyndinni honum Guðmundi á Felli og því
hyski. Eg verð þar ekki lengur.
— Nú, þú ert hún Guðbjörg frá Króki, sagði Jónki
undrandi, og það var auðséð, að hann kannaðist vel við
nafnið. — Þú hefir, trúi eg, verið á Felli í tuttugu ár,
ekki satt?
— Nei, eg hefi verið þar nokkrar nætur, endurtók
hún. Það er vont að vera á Felli, þar er ekki gott fólk.
— Jæja, það er nú það. — En hvert ertu eiginlega
að fara, heillin mín, í þessum dumbungi, það er sannar-
lega ekkert ferðaveður núna.
— 0, eg er nú á leið suður, svaraði hún, og það vott-
aði fyrir sigurvissu brosi á bleikum vörum hennar.
— Ha? Segirðu suður? Hvert?
— Nú, til Reykjavíkur. Heldurðu, að eg geti ekki
farið til Reykjavíkur eins og annað fólk?
Þá var Jónka gamla öllum lokið. Hann glápti á kerl-
inguna, aldeilis grallaralaus, eins og hann vissi ekki,
hvort hann ætti að taka þessu sem spaugi eða alvöru;
og loks stamaði hann upp úr sér: — Jæja, jæja. Svo,
já. Til Reykjavíkur. Suður. Já, einmitt það.
En eg gat ekki setið á mér að skjóta því inn í þetta
9*