Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 138
132
Á leið suður.
IÐUNN
merkilega samtal, að það væri nú hvorki meira né minna
en hundrað og fimtíu kílómetra leið til Reykjavíkur.
Þá gaut hún til mfn nöpru hornauga og hreytti kulda-
lega út úr sér:
— Kílómeter? Hvað ertu eiginlega að þvaðra, dreng-
ur. Eg hefi aldrei verið mikið gefin fyrir þessa útlenzku
ykkar; eins og mér komi þetta nokkuð við?
Eg skellihló. En Jónki gamli hélt talinu áfram.
— Og hvað ætlarðu að gera til Reykjavíkur, Guð-
björg mín?
— 0, eg ætla nú að hitta hana Lóu mína. Eg hefi pot-
að upp nokkrum sokkaplöggum í vetur og einni trefil-
nefnu. Eg varð að stelast til þess, því að Guðrún gat
aldrei látið mig í friði. Hún er altaf söm við sig, skjátan
sú arna; maður þekkir sosum artina í öllu þessu Fells-
hyski.-------Svo á eg líka ullarhnoðra, sem hún getur
kannske hagnýtt sér, henni veitir ekki af því. Eg er með
þetta í pokanum þeim arna, það er náttúrlega Iítið, en
eg hugsa, að henni komi það vel, hún hefir víst ekki svo
mikið á milli handanna, greyið-------. Eg hefði kannske
getað potað upp dálítið meiru, ef eg hefði verið látin
í friði. En þetta er þó betra en ekki neitt.
Hún þagnaði augnablik, þuklaði pokatausann sinn var-
lega og brosti. Svo dimdi aftur yfir svip hennar, og
hún tuldraði lágt: — Eg hefði átt að vera búin að koma
þessu til hennar fyrir löngu, svo að þeir hefðu ekki þurft
að ganga berfættir, blessaðir aumingjarnir. En þeir tóku
mig, helvítis mennirnir. Þeir börðu mig og lokuðu mig
inni . . .
— Hverjir? spurði Jónki gamli forvitinn, en hún anz-
aði því engu og hélt rausinu áfram: — Ojá. Hún .Lóa
mín fór nú suður þegar hún var tvítug, blessUnin. Það
var sex mánuðum eftir að blóðið var í krónni . . . Já,