Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 139
IÐUNN
Á leið suður.
133
þá var nú alt í hendi guðs, og ekkert sem maður gat
látið oní sig.-----Þá fór hann Geiri minn líka, eg veit
ekki hvert . . . Og eg hefi heldur ekkert frétt af henni
Lóu minni. En eg veit, að hún er í Reykjavík og í mesta
fátæktarbasli. Eg hugsa, að hún eigi fimm börn. Þau
hafa ekkert á fæturna, blessaðir aumingjarnir. —
Hún dæsti áhyggjufull og leit suður á heiðina, eins og
hún væri að hugleiða, hvað lengi hún yrði að komast
til hennar Lóu sinnar. En eg spurði, hvernig í ósköpun-
um hún gæti vitað, að dóttir hennar væri fátæk og ætti
fimm börn, þar sem hún segðist ekkert hafa frétt af
henni síðan hún fór að heiman.
— 0, láttu sem eg þekki það, drengur minn, sagði
hún, og það var eins og allur harmur veraldarinnar
speglaðist í þessu ráma og óstyrka tuldri. — Það er fá-
tækt og ómegð í báðum ættum, og hún Lóa litla var ekki
svo frábrugðin okkur Einari heitnum, að hún hafi geng-
ið úr liðnum í þeim sökum. —
Svo hagræddi hún pokanum á baki sínu og sagði:
— Jæja, eg má ekki slóra þetta lengur. Mér veitir ekki
af að halda áfram. Eg er orðin eitthvað svo stirð í fót-
unum. Þetta er alt dofið og farið. Það er ekkert mann-
eskjulag á mér lengur. •—
Þá tók Jónki gamli rögg á sig og sagði: — Bíddu ró-
leg og tyltu þér hérna á þúfuna. Það er obbolítil kaffi-
lögg á flöskunni hjá okkur. Eg held þér veiti ekki af því,
úr því þú ætlar til Reykjavíkur.
En hún fékst ekki til að setjast, heldur svolgraði kaff-
ið í sig standandi og jóðlaði eina lummu með augljósri
óþolinmæði. Svo klappaði hún Stínu lijilu á kinnina og
tautaði klökk: — Skelfing sem þú minnir mig á hana
Lóu mína. Vertu nú sæl og guð fylgi þér.
En Jónki var ákveðinn að sleppa ekki vitskertu gam-