Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 140
134
Á leið suður.
IÐUNN
almenninu út í heiðaþokuna, sem var einungis iil að
binda enda á þetta blaktandi skar, aðeins dauðadómur.
— Þú ert nú orðin þreytt, Guðbjörg mín, sagði hann.
Þú ert búin að ganga svo langt í dag. Heldurðu að það
væri ekki heppilegast fyrir þig að slá þér til rólegheita
og gista hjá okkur í nótt? Svo geturðu haldið áfram á
morgun.
— Nei, sagði hún. Það er alt of mikil töf, eg má ekki
doska þetta lengur. Verið þið sæl.
— Nei, heyrðu mig, kona. Sérðu ekki, að það er
ógerningur að halda lengra í kvöld, það er bráðum dag-
sett og dimm þoka suður á heiði.
— 0, ekki er eg hrædd við þokuna. Það var sosum
ekki sólskin á Skarðsheiðinni áðan.
Og hún rölti þegar af stað suður mýrina, ákveðin í því
að láta ekkert hefta för sína, því að í hinni fjarlægu
Reykjavík biðu börnin hennar Lóu, berfætt og köld,
þeim var ekki vanþörf á nýjum sokkum, blessuðum
aumingjunum.
En Jónki gamli var lífsreyndur og þrautseigur karl og
ekki alveg á því að gefast upp við svo búið. Hann stökk
í veg fyrir hana og skýrði henni frá því með miklum
hvalablástri og handaslætti, að hún fengi alls ekki að
halda áfram, því það væri hann, sem bæri ábyrgð á iífi
hennar; og hvað ætli fólkið hérna í sveitinni segði, ef
hún yrði úti, rétt við engjajaðarinn hjá honum?
Þá var eins og nýtt líf færðist í gömlu konuna. Hún
rétti úr sér, og augun, sem áður voru hálf-brostin og
starandi inn í óþektar fjarlægðir, tindruðu nú á undra-
verðan hátt og skutu gneistum. Og maður stóð framandi
gagnvart þeim dulda mætti, sem féklc þessar gömlu og
kulnandi glæður til að blossa og leiftra á ný.
— Eg ber sjálf ábyrgð á mínu lífi, en ekki þú,