Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 142
136
Á leið suður.
IÐUNN
Og þarna þrammaði gamla konan suður mýrina, knúin
áfram af dularfullri eðlisávísun. Og ef til vill hefir henni
þótt dimm síðsumarskýin björt og fögur móts við jþað,
sem hún hefir orðið að reyna um dagana. Ef til vill hefir
þetta úrsvala ágústkvöld, með þokunni, ömurleikanum
og keldumýrinni, verið leikur einn fyrir sál hennar, sam-
anborið við það blóð, sem eitt sinn litaði gólfið í fjár-
hússkrónni veturinn, sem maður hafði ekkert að láta
onf sig og varð algerlega að treysta á dutlunga for-
sjónarinnar.------
En þetta kvöld var ekki liðið. Það átti enn merkilega
viðburði í fórum sínum. Norðan móagöturnar, þar sem
eg sá fyrst til Guddu gömlu, komu tveir menn þeysandi,
og hafði annar þeirra tvo til reiðar. Þeir fóru mjög geyst,
og það var auðséð á öllu, að þeir þurftu að hafa hrað-
ann á.
Jónki gamli var ekki lengi að átta sig á, hverjir þetta
væru.
— Það er náttúrlega frá Felli, að elta kerlinguna,
sagði hann léttbrýnn og gat ekki, einhverra orsaka vegna,
stilt sig um að reka upp hálf-niðurbældan hlátur.
Þessi tilgáta reyndist rétt. Þetta var Guðmundur á
Felli, lítill og pokeygður karl, með strítt skegg, eins og
broddgöltur, og gríðarstórar lappir, sem hann barði jafnt
og þétt í síður hestsins. í fylgd með honum var glanna-
legur unglingsstrákur. Þeir snöruðu sér af baki og heils-
uðu okkur.
— Eruð þið Iangt að halda? spurði Jónki gamli kími-
leitur og virti þá fyrir sér. Honum hafði aldrei verið mik-
ið gefið um þessa Hnjúkhreppinga.
— Ja, eg veit nú ekki hvað skal segja, svaraði Guð-
mundur vandræðalega og klóraði sér í skegginu. Þið