Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 144
138
Á leið suður.
IÐUNN
til að komast undan. Fæturnir voru orðnir svo máttlaus-
ir og dofnir, að þeir gátu ekki einu sinni borið þennan
visna líkama, og þegar minst varði skall hún beint fram
fyrir sig ofan í svakka einnar leirkeldunnar. —
Það var ekki sjón að sjá hana, þegar hún stóð á fæt-
ur. Hún var öll útötuð og hafði mist pokann sinn, svo að
nú lá hann í miðri eðjunni og var ekki lengur hvítur og
hreinn. — Hún hreyfði sig ekki úr sporunum og gerði
ekki minstu tilraun til að þurka framan úr sér. En það
brast eitthvað í andliti hennar, það slitnaði einhver
strengur, svo að allir drættir slöknuðu, og hún fór að
depla augunum ótt og títt. Brátt sáust tveir taumar nið
ur frá augunum, þar sem allur leir skolaðist burtu af gulu
og hrjúfu hörundinu. Hún snökti ósköp lágt, og bakið
hafði aldrei verið eins bogið og nú.
— Þetta hefirðu nú fyrir helvítis vitleysuna, sagði
Guðmundur á Felli og snaraði sér af baki. Unglingsstrák-
urinn hló hjartanlega og virtist skemta sér mæta vel.
— Ha ha ha, hvein í honum. Sjáið þið andskotans
brikkið, drengir.
En gamla konan breytti ekki um svip. Hún hreyfði sig
ekki fyr en Guðmundur ætlaði að taka pokann hennar
upp úr keldunni. Þá færðist aftur nýtt líf í hana, hún
rétti úr sér, sló út hnefunum og hvæsti:
— Djöfull. Ef þú snertir á pokanum mínum, þá drep
eg þig-
Og hún var þess albúin að rjúka á hann, færði sig
eilítið nær pokanum, eins og móðir, sem vill leggja líf-
ið í sölurnar til að verja barnið sitt fyrir ræningjum.
— Nú, jæja, sagði Guðmundur, þá látum við hann
bara eiga sig. Eg held, að hann megi liggja þarna, það
verður kannske til þess, að þú hættir þessu stroki. —