Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 146
Upphaf fasismans.
Eftir Georg Greior.
I.
í einni af hinum krókóttu og hávaðasömu götum
Fauborgar-hverfisins, sem liggja frá breiðstrætum Par-
ísar upp að Montmartre, hafði fyrir tíu árum flokkur
landflóttamanna frá Ítalíu hreiðrað um sig í fátæklegu,
en rúmgóðu skrifstofuherbergi, en þangað upp lágu
margar slitnar tröppur og skuggalegir gangar. Þarna
var hin andlega miðstöð og vopnabúr andfasistanna, og
þarna var unnið af ofurkappi, talað og patað af suð-
rænu eldfjöri, samdar og ritaðar hinar fyrstu andfas-
istisku fréttaskýrslur og dreift út um heiminn. Með
óþreytandi elju, en lítilli málakunnáttu voru skýrslur
þessar þýddar á nokkur heimsmálanna, og senni-
lega var það að einhverju leyti þessu kunnáttuleysi að
kenna, að heimsblöðin veittu þessari merkilegu frétta-
miðstöð jafn-litla athygli og þau gerðu. Víst er um það,
að hinir hágöfugu stjórnvitringar stórveldanna virtust
ekki einu sinni hafa hugmynd um, að hún væri til.
Þessir fátæklegu blaðasneplar flóttamannanna skýrðu
frá nöktum staðreyndum í ríki fasismans — frá öllu
því, sem hin múlbundna ftalska pressa þagði um. 1
hverju einasta tölublaði gafst lesandanum kostur á að
gægjast inn fyrir leiktjöld fasistanna, og það, sem hann
sá, var hryllilegt og ærið frábrugðið hrifningaróði hinna
löggiltu ritsnápa Mussolinis eða sólskinssögnum útlendra
ferðalanga, nýsloppinna út úr þjónustufúsri mylnu ít-
ölsku túristaiðjunnar.