Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 150
144
Upphaf fasismans.
IBUNN
stéttir, sem óttuðust um forréttindi sín, heldur og smá-
borgararnir, sem fyltust æðisgenginni hræðslu við komm-
únismann, vörpuðu sér í fang hins svartasta afturhalds.
En ekki nóg með það. Bændurnir fóru sömu leiðina, og
jafnvel stór hluti af verklýðsstéttinni líka. Viðgangur
fasismans byggist síður en svo á hans eigin ágæti, held-
ur á samtakaleysi, ódugnaði og margs konar glapræði
andstöðuflokkanna. Þess vegna varð Iýðskrum fasist-
anna þjóðinni hin hættulega tálbeita, er svo að segja all-
ar stéttir ginu við. Þessi fáránlega samsuða af þjóðern-
isglamri og byltingarfrösum kitlaði eyru hins ístöðulausa
og hugsunarsljóa múgs, nákvæmlega með sama hætti og
síðar reyndist með boðskap nazista í Þýzkalandi. Og
þegar svo leiðtogarnir fundu upp á því snjallræði að
klæða hina vonsviknu hermenn í snotrar, svartar skyrt-
ur, kveikti hreyfingin f æskunni og tók óðfluga að vaxa.
Ösjálfrátt fór þjóðin að líta á svartstakkana sem menn
athafnanna, er einhvers mætti vænta af. Og þótt Fiume-
æfintýri d’Annunzios hefði fengið skjótan og ekki sér-
lega sigurstranglegan endi, gátu frískarar hans samt sem
áður, er heim kom, án þess að vera drekt í allsherjar
hlátri, talað digurbarklega og heimtað skilyrðislaust:
011 völd í hendur mannanna frá vígvöllunum!
Á meðan þessu fór fram óx neyðin og vesaldómurinn
í þessu fagra, en fátæka landi, sem ofan í kaupið hafði
orðið afskift við Versalafriðinn. Alþýðuleiðtogarnir mistu
tökin á verkalýðnum, alls konar vinnuspjöll voru fram-
in, óskipulögð og tilgangslaus verkföll urðu daglegir við-
burðir, og að lokum fóru verkamennirnir að taka verk-
smiðjurnar með valdi, hverja af annari, þar sem rauði
fáninn var dreginn að hún. Þessum ólöglegu og plan-
lausu verksmiðjutökum var fyrst í stað fagnað sem bylt-
ingar-afrekum, en urðu brátt til hneysu og vonbrigða