Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 151
IÐUNN
Upphaf fasismans.
145
fyrir verkamennina sjálfa. Forstjórarnir og verkfræð-
ingarnir struku sína leið. Verkamennirnir fengu engin
hráefni til að vinna úr og heldur engar pantanir að af-
greiða. Þeir gátu ekkert framleitt, ekkert selt og fengu
ekkert borgað. Brátt rak að því, að þeir urðu að láta í
minni pokann og gefast upp. Þeir vöknuðu eins og af
draumi og sáu, að alt hafði þetta verið heimskulegt flan,
fyrirhyggjulaust, óskipulagt — nákvæmlega hliðstætt
Fiume-æfintýri d’Annunzios. En sá var munurinn, að
að Fiume-flaninu afstöðnu gátu hermennirnir gert sig
digra og leikið hetjur, en fyrir verkamennina urðu af-
leiðingarnar ólíkt alvarlegri. Ekki svo að skilja, að þátt-
takendurnir væru látnir sæta refsingu. Við það sluppu
þeir flestir, og að því leyti var líkt á komið með þeim
og æfintýramönnunum frá Fiume. En áhrifin af fram-
ferði þeirra á pólitíska þróun Ítalíu urðu öll önnur. —
Hér um bil samtímis þessum ítalska skrípaleik, eða sum-
arið 1920, höfðu sem sé gerst afdrifaríkir heimspólit-
ískir atburðir, sem mörkuðu í rauninni tímamót í stjórn-
málum Evrópu. Rauði herinn rússneski hafði orðið að
láta undan síga í stríðinu við Pólverja. Við borgarmúra
Varsjár hafði hann beðið svipaðan ósigur og her Þjóð-
verja á framrás sinni til Parísar fyrir sex árum.
Með þessum ósigri var sóknarmáttur bolsévismans í
Evrópu í raun og veru brotinn á bak aftur. Síðan hefir
engu ríki í Norðurálfunni stafað nein alvarleg hætta af
kommúnismanum. En nú kemur í ljós merkilegt stjórn-
málalegt fyrirbrigði. Því minni hætta sem stafaði af
kommúnismanum, því magnaðri gerðist hræðslan við
hann. Andspyrnuöflin kunnu á því tökin að blása upp
þessa ímynduðu hættu og gera hana að ægilegri grýlu,
sem rak smáborgarana, hástéttirnar og jafnvel konungs-
hirðina inn í hina fasistisku músagildru.
Iðunn XIX
10