Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 152
146
Upphaf fasismans.
IÐUNN
Á Ítalíu fór um þessar mundir með stjórn öldungur*
sem að minsta kosti hafði á sér yfirskin frjálslyndisins:
Giovanni Giolitti. Hann var — eins og Laval nú á dög-
um í Frakklandi — hygginn og þaulæfður flokksforingi
og slunginn samningamaður. En hann hafði enga fram-
sýna pólitíska áætlun að vinna eftir og því síður að hann
léti leiðast af hærri markmiðum.
Hann beitti ekki hörðu við verkamennina, sem tekið
höfðu með valdi verksmiðjurnar. Honum datt ekki í hug
að bjóða út lögreglu eða herliði á móti þeim, heldur
horfði hann rólegur á og lét þetta stríð öreiganna við
vindmylnur velta um sjálft sig. Engum af þátttakendun-
um Iét hann refsa. Þvert á móti reyndi hann að vinna
verkamennina með ýmsum smá-endurbótum, sem að
litlu haldi komu. En þegar sósíalistar neituðu allri sam-
vinnu við hina frjálslyndu borgara til þess að berjast
gegn fasismanum, sneri Giolitti móðgaður við þeim baki.
Hann gekk þess ekki dulinn, hvað ósigur rauða hersins í
Póllandi þýddi, og nú gerði hann bandalag við fasistana
í staðinn. í ársbyrjun 1921 var í fyrsta skifti í Ítalíu háð
kosningabarátta undir herópinu: Þurkum út Marxismann.
Sósíalistar töpuðu mörgum þingsætum. Nokkur þeirra
unnu kommúnistar, en allur fjöldinn gekk til fasistanna.
í fylkingarbroddi 35 svartstakka hélt nú Mussolini inn-
reið sína í þingsalina í Rómaborg.
Samt sem áður var það engan veginn sigur andspyrnu-
aflanna við þingkosningar, sem sneri lukkuhjólinu. En
nú vissu fasistarnir, hvað þeir máttu bjóða sér, og upp
frá þessu gengur hin pólitíska þróun sinn gang, óháð
þinginu og utan við það. Nú hefst fyrir alvöru hin fas-
istiska ógnaröld, þar sem alvopnaðar svartstakkasveitir
ráðast á sósíalistiskar borgir og þorp af djöfullegri grimd,
myrða trúnaðarmenn verkalýðsins eða misþyrma þeim.