Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 153
IÐUNN
Upphaf fasismans.
147
brenna alþýðuhúsin, eyðileggja bókasöfnin, láta greipar
sópa um ritstjórna-skrifstofur og jafna prentsmiðjum við
jörðu. Þessar svartklæddu morðsveitir óðu yfir landið
eins og óargadýr og skildu hvarvetna eftir sig blóðdrefj-
ar og rjúkandi rústir.
Yfirleitt létu borgararnir sér þetta framferði vel líka
og horfðu hlakkandi á leikinn. Einstaka uppþot og
sprengjuvörp af hálfu anarkista gerðu bara ilt verra. ■—
Ríkisvaldið hafðist ekki að. Lögreglan skifti sér aldrei
af fasistunum, á hverju sem gekk. Hinir sundruðu sósíal-
istisku flokkar höfðu engan mátt til að verja sig eða
veita viðnám. Foringjar þeirra höfðu ekki skilið tákn
tímans eða gert sér ljóst, að hverju fór. Þeir höfðu látið
sér nægja að halda æsandi byltingarræður, en ekkert
gert til þess að búa verkalýðinn undir hina vægðarlausu
baráttu um völdin. Og hver einstaklingur, sem dirfðist að
ganga í berhögg við grimdaræði fasistanna, varð að taka
út vægðarlausa refsingu á líkama sínum. Þar komu allir
undir einn hatt: sósíalistar, kommúnistar og lýðræðis-
sinnar.
m.
Hvert var nú hlutverk Mussolinis í þessum ófagra leik?
Ameríski blaðamaðurinn George Seldes hefir reynt að
svara þessari spurningu í nýútkominni bók sinni: Saw-
dust Cæsar. Þessi bók hefir verið rædd í blöðunum um
víða veröld og hefir verkað eins og bomba, en þrátt fyrir
það flytur hún eiginlega engar nýjungar þeim, er þekkja
Mussolini og hafa fylgt ferli hans með athygli. Aðrir
höfundar hafa, á undan Seldes, afhjúpað sömu stað-
reyndir, og þá fyrst og fremst ítalska skáldið Ignazio
Silone, í bók sinni „Der Fascismus" (Zúrich 1934).
Dærmð Mussolmi sannar oss svo átakanlega sem verða
má, hvernig hægt er með hamramri og skipulagðri áróð-
10*
L