Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 154
148
Upphaf fasismans.
IÐUNN
ursstarfsemi, sem hefir öll tæki voldugs ríkis að bak-
hjarli, að setja saman hreinar þjóðsögur og fá allan heim-
inn til að trúa þeim. Þeir eru nauðafáir, sem gera sér
nokkurn veginn rétta hugmynd um Mussolini eins og hann
er eða um hina mislitu fortíð hans. Allar kúvendingar
Mussolinis, frá ófriðarandstæðingi til styrjaldarpostula,
frá eldrauðum sósíalista til hatursfulls ofsækjanda jafn-
aðarstefnunnar, frá lýðræðissinnuðum þjóðernis-bylting-
armanni upp í einræðisherra í stíl Cæsars, verða að skýr-
ast út frá grunndráttunum í skapgerð hans, sem gægjast
út undan hverri grímu. Mussolini hefir alla tíð verið
anarkisti, sem fyrst og fremst elskar sjálfan sig og einskis
svífst til að koma sínu fram. Og hann er það sama í dag
sem hann hefir alt af verið. Þetta er sá illi andi, sem hann
er haldinn af. Á unga aldri gekk anarkistinn Mussolini
berserksgang gegn ítalska ríkisvaldinu. Sem einræðis-
herra Ítalíu hamast hann gegn öllum heiminum.
Fyrir mörgum árum sagði Mussolini um sjálfan sig
þessi orð: ,,Eg hlusta á straumnið míns eigin blóðs; eg
er dýrið, sem finnur á sér óveðrið, er það nálgast. Ef eg
fylgi eðlishvöt minni, getur mér aldrei skjátlast“. Það
voru þessar hvatir blóðsins, sem hann hlýddi, þegar hann
á ungum aldri skipulagði spellvirki sín gegn ríkisvaldinu.
Það voru þessar sömu hvatir, sem ráku hann til að senda
svartstakkasveitir sínar í hina eftirminnilegu refsileið-
angra til þess að myrða, misþyrma og brenna. Og þeg-
ar hann nú leyfir og fyrirskipar svipaða refsileiðangra
gegn Rauðakross-stöðvunum í Abyssiníu, þá leggur hann
enn eyrun við straumniði síns eigin blóðs.
Vorið 1920, en þá var hann þegar farinn að kalla sig
fasista, spúði hann eitri sínu og galli að ítalska ríkis-
valdinu, sem þá stóð á fremur völtum fótum. Þá talar
anarkistinn í honum á þessa leið: