Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 155
IÐUNN
Upphaf fasismans.
149
„Þessi ófreskja (þ. e. ríkið) sér alt, gerir alt, hnýsist
í alt og eyðileggur alt. Hver einasta opinber aSgerð leið-
ir af sér tjón og bölvun . . . Sósíalisminn verður að eins
útvíkkun, margföldun, fullkomnun þessa háskalega valds
. . . Jafnvel ástina á að lögákveða, kerfisbinda og setja á
nótur. Ef mennirnir hefðu minsta grun um þá viðurstygð
eyðileggingarinnar, sem bfður þeirra, myndi sjálfsmorð-
unum fjölga óðfluga. Vér nálgumst algera útþurkun
einstaklingseðlisins. . . . Niður með ríkið í öllum þess
formum og myndbreytingum — ríki fortíðarinnar, ríki
nútímans og ríkið eins og þaS á eftir aS verða, hið borg-
aralega ríki jafnt og hið sósíalistiska. Vér sérhyggju-
menn, sem erum dauðanum vígðir — vér eigum í hinu
núverandi og komandi myrkri ekkert annað athvarf on
hin huggunarríku trúarbrögð anarkismans“.
Eftir að Mussolini komst til valda, lét hann að vísu
búa til þá þjóðsögu og breiða hana út, að hann hefði
bjargað Ítalíu með því að berja niður uppreist verka-
lýðsins, að hann hefði rekið uppreistarmennina út úr hin-
um herteknu verksmiðjum og með því bundið enda á
stjórnleysið. Sannleikurinn, studdur hinum órækustu
gögnum, er sá, að Mussolini hvatti einmitt verkamennina
iil hinna löglausu og heimskulegu aðgerða. 1 blaði sínu,
„Popolo d’Italia“, tjáði hann sig ekki einungis samþykk-
an því, að verkamennirnir tæki verksmiðjurnar með of-
beldi, heldur þótti honum alt of lítið að gert, — gegn
auðvaldinu og hinu borgaralega ríki átti að beita miklu
hvassari vopnum, að hans dómi.
í kosningunum 1921 létu alt of margir verkamenn
ginnast af æsandi byltingarvaðli Mussolinis og studdu
fasismann með atkvæðum sínum. En auðmennirnir vissu,
hvað klukkan sló, og léðu fasistunum ekki einungis at-
kvæði sín, heldur einnig fjármagn sitt. Enda kom brátt