Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 156
150
Upphaf fasismans.
IÐUNN
annað hljóð í strokkinn, þegar Mussolini var kominn inn-
an veggja þingsalanna. Þá byrjaði hann undir eins að
hjala um þjóðerni, forna frægð Rómverja og öflugt ríkis-
vald. Við eftirmenn Giolittis í stjórnarsessi — eins kon-
ar bráðabirgðastjórnir, sem stóðu á harla völtum fót-
um — lærði Mussolini fljótlega að tala eins og jafningja
sína eða tæplega það.
Verkalýðurinn, sem uppgötvaði, að hann hafði verið
blektur og svikinn, gerði nú síðustu tilraun að koma á
allsherjarverkfalli. Tilraunin mistókst, og í janúar 1923
setti Mussolini stjórninni úrslitakosti. Og nú lætur hann
svartstakkasveitir sínar, jjúsundum saman, hefja her-
gönguna til Rómaborgar. Sjálfur situr hann í ritstjórnar-
skrifstofu sinni í Milano í fullkomnu öryggi, umkringdur
sterkum herverði.
Konungurinn hikar. Hann er undir áhrifum hertogans
frá Aosta, sem Mussolini hefir þegar fengið á sitt band.
Forsætisráðherrann, Amendola, vill láta hart mæta hörðu
og taka mannlega á móti svartstökkunum (seinna varð
hann að bæta fyrir það með lífi sínu). Hann fær jbví
ekki ráðið fyrir konunginum. „Með tveim herfyíkjum
skal eg taka að mér að sundra svartliðagöngunni“, segir
yfirhershöfðingi Rómaborgar, en honum er vísað á dyr.
Pað er konungshirðin, sem gefst upp fyrir úrslitakostum
Mussolinis. Honum er falið að mynda stjórn, og í þeirr:
stjórn fá einnig sæti fulltrúar annara flokka — líkt og
seinna í Þýzkalandi. Þeim er þó fljótlega varpað fyrir
borð — nákvæmlega eins og í Þýzkalandi — og fasism-
inn stendur einn á sviðinu, hrósandi sigri.
Hvorki á Ítalíu eða Þýzkalandi náði þjóðerniseinræðið
völdum í krafti síns eigin styrkleika. í hvoru tveggja falli
voru það hinir gömlu valdhafar, sem héldu í ístaðið fyrir
það. Og í hvoru tveggja falli hafa þau öfl, sem í heimsku