Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 157
TÐUNN
Upphaf fasismans.
151
sinni léðu fasismanum lið, eftir á fengið háSulegt spark
í endann og verið hrundið út í hin yztu myrkur.
IV.
Mussolini heldur nú föngnum tveim þjóðhöfðingjum:
Konungi ítala, sem stóð ekki vörÖ um stjórnarfarslegt
frelsi þjóðar sinnar, og páfanum, sem er háðari hinu
pólitíska ríkisvaldi en nokkru sinni fyr, þrátt fyrir Late-
ran-samninginn. Báðir fangarnir lifa nú í þeirri trú, að
bæði hásætið og hinn heilagi stóll standi og falli með
fasismanum.
En hin mikla spurning er þessi: Hefir Mussolini, um
leið og hann „endurleysti" ítölsku þjóðina með fasisman-
um, sigrast á anarkismanum á Ítalíu og amarkismanum
hið innra með sjálfum sér — eða hefir hann að eins,
óvitandi, hlýtt röddu síns eigin anarkistiska blóðs, sem
að lokum hlýtur að valda algerri upplausn ríkisins?
A yngri árum nefndi Mussolini ríkið hina miklu
ófreskju. Fasistaríkið, sem hann hefir sjálfur lagt undir-
stöðuna að og látið byggja upp, er í raun og veru slík
ófreskja, sem kremur þjóðina í járngreip sinni og í
fullkomnu miskunnarleysi seilist jafnvel eftir smábörn-
unum. En samkvæmt allri sögulegri reynslu og þróunar-
lögmálum mannlífsins hlýtur hið líkamlega og sálræna
ofbeldi, sem fasistaríkin beita þegna sína, fyr eða síðar
að leiða til sprengingar, sem verður því ægilegri, því
meira sprengiefni sem hefir safnast fyrir. Og þegar
sprengingin hefir sundrað ríki fasismans — hvað tekur
þá við? Kemur þá bolsévisminn — sá hinn sami, er fas-
isminn ætlaði að bjarga oss frá? Eða kemur það, sem
verra er — óskapnaður hins algera stjórnleysis, villi-
menskan?
Erum vér ekki nú þegar vitni að því, hvernig fasism-