Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 160
154
Ferðalag.
IÐUNN
inn í dag um annað eins og það að múra inni lifandi
menn.
Sólin er hætt að lýsa bak við hafþokuna. Farþegarnir
svipast um eftir svefnstað. Flestir þeirra eru ferðalangar,
sem hafa keypt sér „runtresa billett“ frá Gautaborg til
Gautaborgar, um Mið-Svíþjóð og Visby. En farmiðar
flestra gilda fyrir þriðja farrými, bæði á járnbrautum
og skipum. Verða því margir óverðugir fyrir því að
þurfa að gera sér að góðu þriðja farrými á litlu skipi —
og það að næturlagi.
Sumir bæta átta krónum við fargjaldið sitt, til þess
að öðlast svefnklefa á fyrsta farrými í nótt — en rúm er
takmarkað, og sumir eiga engar átta krónur. Nokkrir
hreiðra um sig á bekkjum og stólum á þilfari, en aðrir
ætla að vaka og láta skeika að sköpuðu, hvar setið verð-
ur eða staðið þessa nótt.
Alt í einu kemur sólbrendur Svíi upp á þilfar með þá
fregn, að fólk geti fengið að liggja á gólfinu í lestar-
rúminu. Þessu er tekið með fögnuði, og fólk þyrpist nið-
ur til þess að nema sér legstað á gólfinu.
Það er hægt að fá leigða kodda og teppi hjá stýri-
manni, — sumir nota sér það. Segldúkur hefir verið
breiddur ofan á hálm á gólfinu. Flatsængin er tilbúin.
Stúlkurnar líta þjófhræddar í kring um sig og leggjast
svo ofan á handtöskurnar sínar, en karlmennirnir þreifa
á brjóstvösunum og hneppa að sér jökkunum, þrátt fyrir
hitann, sem altaf eykst, því fleiri sem bætast í hópinn.
Dálitla stund er talað saman. England, Þýzkaland og
öll Norðurlönd eiga fulltrúa í flatsænginni.
Þarna eru konur með gullskreytt eyru og keðjulagða
handleggi, mæddar yfir reynslu sinni á þessu kvöldi.
Samt tekst þeim á endanum að hugga sig með því, að
svona næturstað hefðu þær ekki látið bjóða sér heima í