Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 161
IÐUNN
Ferðalag.
155
sínu föðurlandi. Og upp á það leggja þær hvítar hendur
með lakkrauðum nöglum undir kinnarnar á sjálfum sér.
Brjóstamiklar stúlkur með vinnuhendur liggja flissandi í
nálægð þessara kvenna, eins kærulausar og ekkert væri
sjálfsagðara en að allar konur heimsins lægju á sama
segldúknum.
Úti í einu horninu liggur tvítugur unglingur í vönd-
uðum, ljósum buxum með dyggilega pressuðu broti, sem
þó er óðum að hverfa. Hann hefir tekið að sér stúlku
á fertugsaldri og breiðir yfir hana og alt um kring öll
þau teppi, sem hann nær í. Stúlkan talar um sig og sína
Iíðan við unglinginn og aðra nærliggjandi. Þegar hún
hefir sannfært allt, sem á hlýða, um það, að sér líði mjög
vel, sofnar hún með bros á vör, í þeirri vissu, að nú geti
þó allir á skipinu verið áhyggjulausir.
Ljóshærður sveitapiltur með grá augu liggur á bakið
og starir upp í Ioftið. Hann er að hugsa um eitthvað,
sem ekki er innan borðs á þessu skipi — ef til vill er
það jarðarberjauppskeran á búgarðinum hans í Döl-
unum.
Feitur maður með harðan hatt kemur niður stigann
og svipast um. Annað hvort er fyrir hann að fara upp í
kuldann eða leggjast á bak við stigann. Hann tekur hinn
síðara kostinn og hringar sig snildarlega saman á þessum
eina mannlausa bletti gólfsins, leggur sparihattinn ofan
á mjöðmina á sér — og sofnar.
Berfættur sportmaður rís upp til hálfs. Hann er bál-
reiður yfir því að geta ekki verið beggja megin við stúlk-
una sína. í þetta sinn lætur hann sér nægja að sparka
ögn í karlinn, sem Iiggur hinum megin við hana.
Hlátrar og skvaldur dvínar. Loks er alt dottið í dúna-
logn. Aðeins ein stúlka vakir og les sögu um sjóræningja.