Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 162
156
Ferðalag.
IÐUNN
Hún les þangað til augnalokin verða svo þung, að þau
falla alveg yfir augun.
SkipicS ruggar þægilega, því það er dálítill kaldi útk
Nú hefir það ruggað öllum í lestarrúminu í svefn. —
Svo líður nóttin.
Þokunni er Iétt. Höfuðin rísa eitt af öðru upp frá segl-
dúknum. Svefninn og molluloftið hafa sett á þau sam-
eiginlegan blæ.
En alt í einu taka menn eftir svolitlum mannhnokka,
sem rís upp við olnboga. Hann var ekki þarna, þegar
lagst var til svefns. En meðan aðrir sváfu, hefir hann
laumast niður stigann og holað sér niður, mitt í rúm-
leysinu. Hann er lítill, óhreinn og horaður, og á andlit-
inu er aðkomandi blær, sem gefur til kynna, að honum
hafi ekki verið eftir skilinn vangastór, svefnvænlegur
blettur til að hvílast á í nótt.
Svo legst skipið við bryggju í Kalmar.
Lestin, sem fer til Gautaborgar, er væntanleg um
áttaleytið. Þeir, sem með henni ætla, bíða hennar.
Fólkið streymir að járnbrautarpöllunum.
Þarna kemur berfætti sportmaðurinn. Hann heldur ut-
an um stúlkuna sína. Feiti maðurinn undan stiganum
heldur á hattinum sínum. Enn hefir honum tekist að
halda honum götuhæfum. Vinnuklæddu stúlkurnar hlæja
og halda hvor utan um aðra; velbúnu konurnar strjúka
með mjóum fingrunum aflagaða hársnyrtinguna, og eig-
inmennirnir hvarfla til þeirra syfjuðum augum. Tvítugi
pilturinn í ljósu buxunum varðveitir tösku rosknu stúlk-
unnar, en stúlkan er öll á nálum út af refnum sínum. Og
henni segist svo frá, að fyrir fortölur frænda og vina
hafi hún tekið refinn með í þessa langferð. Þeir sögðu,
að þegar hún kæmi til Hafnar, mundi hún ekki sjá eftir
að hafa haft hann með, því tízkan þar útheimti einmitt