Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 163
IÐUNN
Ferðalag.
157
ref með sumarkjólnum. Það er þess vegna, að hún hefir
flutt refinn með sér land úr landi, þrátt fyrir dynjandi
regn, steikjandi hita og sívaxandi þrengsli í ferðatösk-
unni. — En öll sönn sæmd kostar erfiði.
Þarna kemur litli, óhreini maðurinn, sem hvergi svaf
í nótt. Hann er með stóran, flatan kassa undir hendinni.
Þetta er málaragrind. Hann smeygir sér gegnum mann-
þröngina, húfulaus, með úfinn hárlubba.
Lestin kemur, másandi og skröltandi. Hún kastar mæð-
inni góða stund. Svo eru merkin gefin. Eftir augnablik
eru allir vagnar fullir — og lestin brunar af stað. Skóg-
ar, akrar, tún og sveitabýli birtast og hverfa, hverfa og
birtast. Þarna eru kýr á beit með kálfana hjá sér, og
lágar skógi vaxnar hæðir kúra hér og þar á milli lítilla
bláhvítra vatna. Léttklædd börn veifa til lestarinnar,
heimasætur hlæja, ungir menn brosa — og lestin flýg-
ur áfram.
Meðan staðið er við í Alvesta, þyrpast menn út úr
klefunum til þess að ná í eitthvað í svanginn. Sumir
kaupa mjólk og smurt brauð, aðrir ávexti, nokkrir kaffi.
En allir verða að hafa hraðann á.
Litli málarinn leitar í vösum sínum. Hann réttir af-
greiðslustúlkunni það, sem hann finnur — og fær eina
ísköku í staðinn.
Aftur hópast fólkið inn í klefana.
í einum klefanum er grátandi barn. Kona í mann-
þrönginni stefnir þangað og stjakar öllum frá, sem á
vegi verða, þegar hún heyrir grátinn. Eftir augnablik er
gráturinn þagnaður — og barn sýgur næringu af brjóst-
um móður sinnar.
í öðrum klefa hallast ljót málaragrind upp að þili. Lít-
ill, horaður maður kemur inn og skimar órólega og ieit-
andi í kring um sig. Þegar hann kemur auga á grindina,