Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Blaðsíða 168
162
Orðið cr laust.
IÐUNN
meir um að láta því græðast fé en að það komi þjóðinni að
svo almennum notum, sem verða mætti.
Okrið á útvarpinu er þó barnaleikur einn hjá okrinu á
bókunum. Því okur verður það að kallast að selja hverja
prentaða örk í bókum á 35—60 aura og þar yfir.
Það er langt fyrir ofan kaupgetu almennings.
Mörg útgáfufyrirtæki hér hafa bó ríkisstyrk, en bar fyrir
er þeirra framleiðsla lítið eða ekki ódýrari en hinna, sem
bjargast verða á eigin spýtur — og oftast engu betri.
Búnaðarfélag íslands lifir algerlega á ríkisfé. Það hóf
bókaútgáfu fyrir nokkrum árum. Ýmsir hugðu gott til þeirr-
ar starfsemi og ályktuðu sem svo, að félagið verði ekki
öllum aurum sínum betur en til útgáfu búfræðirita. En viti
menn! Þegar bækurnar koma, eru þær svo dýrar, að 'bær oru
næsta fáséðir gripir í bókahyllum bænda. Búnaðarfélaginu
hefði þó átt að vera kunnugra um það en flestum öðrum, að
bændur gátu ekki lagt mikið fé í bókakaup. — Óefað eru
þetta þó allgóðar og fróðlegar bækur, sem bændur hefðu
mikið gott af að lesa, en verðinu er um að kenna, hversu
fáum þær koma að notum. Þess slcal þó getið — svo öll
sanngirni sé við höfð — að verð bókanna hefir yerið lækk-
að dálítið. En búast má við, að það komi að heldur litlum
notum. Hver bók selst mest fyrst eftir að hún kemur út, ef
hún á annað borð selst. Þegar frá líður, fyrnist yfir hana og
aðrar nýjar taka hugi manna. Svo kemur bað fyrir um bæk-
ur, eins og önnur mannanna verk, að þær úreldast og þykja
þá ekki svara kröfum tímans, og kærir sig þá enginn um
þær — jafnvel þó gefnar væru.
Menningarsjóður hóf bókaútgáfu fyrir nokkrum árum.
Fögnuðu því margir og gerðu ráð fyrir, að frá honum kæmi
ekki annað en hinir ljúffengustu réttir, cilreiddir af hinum
slyngustu mönnum. Deila má um framleiðsluna, en verðið
er sízt lægra en hjá öðrum bókaútgefendum. Um og yfir
40 aura örkin. Mikið má vera, ef Menningarsjóður kafnar
ekki undir nafni, ef hann selur sína misjöfnu fóðurblöndu
við slíku verði framvegis.
Þjóðvinafélagið gaf út á s.l. áiá bók um býflugur. Bókin
verður að teljast þörf og er hin skemtilegasta. Hún er tæp-