Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 170
164
Orðið er laust.
IÐUNN
lenzkri sveita-alþýðu og sem hún óefað hefir átt mikinn
þátt í að skapa í öllu sínu yfirlætisleysi og fátækt, skuli nú
vera komin svo greypilega í klærnar á fégráðugri yfirstétt,
sem ekkert læzt vita um kaupgetu eða kjör alls þorra manna
í landinu, en kostar kapps um það eitt, að auka hróður sinn
með útgáfum á verkum löngu liðinna sniliinga.
Fornritin verða mjög lítið lesin í þessari útgáfu, og er
það skaði. Verðinu einu er um það að kenna. Það þarf að
lækka um helming. Ef Fornritafélagið væri í fjárþröng,
mundi verðið koma harðast niður á því sjálfu. En um fjár-
þröng mun ekki að ræða í þeim herbúðum. Svo miklar eru
tekjur islenzku þjóðarinnar, að einhverjir hljóta að hafa
nóg. — Fjölmargir bókhneigðir alþýðumenn, sem gjarnan
hefðu viljað eignast alla útgáfuna, lcaupa aðeins eitt og
eitt bindi af þessum dýru bókum. Og þær sögur kaupa menn
helzt, sem gerast í átthögum þeirra, án tillits til þess, hvort
þær eru af betri eða verri endanum.
Miðað við kaupmátt alls þorra manna í landinu, væri
hæfilegt að selja hverja örk í Islendingasögunum og öðrum
góðum bókum á 15—18 aura. Þá fyrst væri nokkur von um,
að þær seldust og þjóðin hefði þeirra viðunandi not. En
haldi Fornritafélagið því óhæfuverði á íslendingasögunum,
sem nú er — sem helzt má gera ráð fyrir — væri það ekki
nema sanngjörn krafa — styrk ríkissjóðs ætti að binda því
skilyrði — að því yrði gei't að skyldu að senda öllum bóka-
söfnum og lestrarfélögum í landinu eitt eintak af bókum
sínum. Og sömu kröfu ætti að gera til allra annara útgáfu-
fyrirtækja í landinu, sem styrks njóta af opinberu fé til
starfsemi sinnar.
Það er bágt að sjá, hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem
ráðast i bókaútgáfu hér á landi, en miða verð og frágang
bókanna við kaupgetu efnaðrar yfirstéttar. Varla skapar
það háa kaupendatölu eða alþýðumentun í landinu — held-
ur skríl. Og því óskiljanlegra er, í hvaða tilgangi ríkið bein-
línis styður slíka starfsemi.
Sigurður próf. Nordal hefir einhvers staðar sagt, að ef
íslenzk alþýða hætti að kaupa bækur og lesa, þá dæi bóka-
gerð i landinu. En augljóst er, að svo þarf ekki að vera.
Ríkið hleypur bara undir bagga með útgefendunum eða set-