Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 171
IÐUNN
Orðið er laust.
165
ur sjálft á stofn bókaútgáfu og gefur út svo og svo mikið
af rándýrum bókum, sem aðeins örfáir menn eða engir
kaupa. Upplögin hlaðast svo upp og morkna niður í geymslu-
kompum bóksalanna, en útgáfustarfsemin heldur áfram engu
að síður. — Ríkissjóði blæðir, og skýrslur 3ýna, að mikið
er gefið út af bókum á Islandi!
Hverjar verða svo afleiðingarnar af hinu geysiháa bóka-
verði, sem nú tíðkast? Ekki verður leitast við að svara því
hér til hlítar. En hinn fyrsti og sýnilegi árangur verður sá,
að bókhneigð alþýðan venst á að lesa hinar allra ógeðsleg-
ustu og óþörfustu bækur, enda að þeim greiðastur aðgang-
urinn. Vikuritið verður ekki einu sinni vyrir valinu. Heldur
verða mest lesnar einhverjar heimskufullar trúmálaskrudd-
ur. Spádómar um heimsslit og helgi laugardagsins og annar
álíka uppbyggilegur samsetningur, sem hálfgildings trúboð-
ar eru að flækjast með um landið. En enn þá er hægt að
segja sveitafólkinu það til lofs, að það mun lesa fæst af
þeim bókum, þó það geri það fyrir umrenningana að kaupa
þær til þess að losna við þá og hafa frið á sér. En dropinn
holar steininn.
Alþingi á að setja lög, sem banna mönnum að flækjast
um landið með ýmis konar trúmálaþvætting. Það er alveg
nóg að kosta prestastéttina til að flytja kenningar, sem eru
utan við alt líf og tilveru fólksins, þó ekki sé verið að leyfa
alls konar spekúlöntum þeim verri að róa á sömu miðin.
Annars er ómögulegt að gizka á, hversu mikið ilt getur
af því hlotist, ef öllum þorra manna verður gert ómögulegt
að eignast og lesa góðar bækur vegna þess, hve dýrar þær
eru. — Þá held eg að fari að verða lítið úr sveitamenning-
unni, þegar fram líða stundir. Bóklestur og kveðskapur hafa
verið alþýðunnar „ljós í lágu hreysi“ alt fram á siðustu
daga. En þegar það ,,ljós“ er frá henni tekið, af miður góð-
gjörnum og misvitrum mönnum, og ekkert kemur í staðinn
nema þrældómur, lítilsvirðing og einstæðingsskapur, bá fer
framtíðin að verða meira en hæpin. Þá mun fara bezt á, að
vinda sér nú þegar að því að pútta þessum fáu hræðum,
sem eftir eru í strjálbýlli sveitunum, niður á klappirnar við
sjóinn og láta þar skeika að sköpuðu um framhaldið. Það er