Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Síða 173
IÐUNN
Orðið er laust.
167
céra Benjamín Kristjánsson,*) prófessor Guðbrandur .Tóns-
son (fyrrum dr.) og: mentaskólakennarinn Jakob Jóh. Smári,
skrifuðu þá í ýms fínustu borgaramálgögn landsins.
Og á síðastliðnum vetri sannaðist það enn þá betur með
hvaða aðferðum þessir helgislepjupostular ætla að varð-
veita þjóð sína frá hinum andlega „skít“ og gæta bess að
listin verði ekki „skorin á háls“, eins og þeir sjálfir orða
það svo blátt áfram. t>á var aftur ráðist með sama offorsinu
að Gunnari M. Magnúss, og nú þurfti svo mikils við til þess
að geta gert áfellisdóminn nógu kröftugan, að æðstiprest-
urinn blátt áfram falsar sjálfar forsendur dómsins með því
að túlka venjulega skáldsögu sem barnabók. Hér er nú nvo
sem ekki sóðaskapurinn í andlegheitunum!
Nú hefir einn þessara manna, Jakob Jóh. Smári, nýlega
birt ritdóm í Eimreiðinni um síðustu kvæðabók mína, „Samt
mun ég vaka“. Enda þótt dómur þessi sé öðrum þræði harla
lofsamlegur, er hann svo skýrt dæmi um „hreinleika" þeirra
„benjamínitanna" á sviði gagnrýninnar, að eg tel rétt að
brjóta þagnarhefðina að nokkru. Hann er sem sé enn ein
átakanleg sönnun þess, að bókmentaskrif þessara manna,
sem sjálfir eru altaf að æpa á hlutleysi og hógværð, eru ekk-
ert annað en rakalaus áróður gegn ákveðinni lífsskoðun, —
lífsskoðun, sem þeir þó í öðru veifinu smjaðra fyrir, til
þess þannig að geta notað hana sem sauðargæru utan um
úlfinn í áróðri sínum. Sannleikurinn er sá, að bað eru ckki
hin „ljótu“ orð eða lýsingar, sem þessar kerlingarsálir ótt-
ast, — þá myndu þær ekki smjatta eins gráðugt og þær gera
á þessu hvoru tveggja, — nei, þetta sem beim hykir ekki
négu „pent“ fyrir fólkið, er hitt, að sjá spillingu auðvalds-
ins afhjúpaða og um leið naktar staðreyndirnar úr lífi ör-
e'gastéttarinnar í baksýn. Segjum, að við Gunnar M. Magn-
liss sýnum þetta klaufalega, en hvað skal þá segja um Hall-
dór Kiljan Laxness? Að vísu virðast hetjurnar vera hættar
cð þora að ráðast að honum nú, nema þá með kjassi og
fagurgala, — hann getur sem sé orðið heimsfrægur fyrir
list sína þegar minst varir, — en sannarlega var honum ekki
hlíft, meðan höggfært þótti.
*) Um .gagnrýni. hans vnr rækiiega ritað af Aðalsl. Sigiruindssyni,
Eiriki Magnússyni o. fl.