Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Page 174
168
Orðið er laust.
IÐUNN
í þessum nýja Eimreiðardómi er auðvitað, enn sem fyr,
ráðist á þann ,,boðskap“, sem bókin hefir að flytja, og til
þess að sanna endemi þess boðskapar, tekur ritdómarinn
sem dæmi síðari hluta síðasta erindis í kvæðinu „Brúna
höndin“. En það hljóðar bannig í heild:
En dagurinn fer sína leið yfir löndin,
hve langt sem hún teygir sig — brúna höndin.
Hve djúpt sem hún ristir í lifandi lýðinn,
að lokum kemur úrslitahríðin.
Þó hún brjóti hvern bæ, sem var reistur,
þó hún brenni hvert orð, sem var skráð,
þó hún liti hvert puntstrá með löðrandi blóði,
að lokum skal sigrinum verða náð!
Nú skyldi maður ætla, að engum heilskyggnum manni, og
þá allra sizt skáldi og sósíalista, gæti blandast hugur um, r?.ð
það er „brúna höndin“, sem er uppistaðan í öllu bessu er-
indi, og að mótvæginu gegn boðskap hennar og athöfn er
teflt fram í fjórðu og áttundu ljóðlínu. En hr. Smári, sem
líka er lærður málfræðingur, notar sér það, að síðasta orð
fjórðu línu er kvenlcyns, og hví þá ekki að snarsnúa við öllu
eðlilegu framhaldi hugsanagangsins og gera þetta bráð-
heppilega orð, „úrslitahríðin", að geranda allra umsagn-
anna í síðari hluta erindisins! Þannig fæst út, að það né
einmitt „úrslitahríðin", þ. e. boðskapur kvæðisins, sósíalism-
inn, sem brjóta skal bæina, brenna bækurnar og hella út blóð-
inu. Er þar með fenginn hinn þráði grundvöllur að eftirfar-
andi ádrepu:
„Þetta evangelíum, þessi fagnaðarboðskapur löðrandi
blóðs og haturs, dæmir sig sjálfur. En mikil má trúin vera
á það þúsundáraríki, sem á að rísa upp af þessum rústum
húsbrota, bókabrenna og mannablóðs — og borga bað alt
að .fullu. Það er annars furðulegt sálfræðilegt fyrirbrigði,
hvernig góðir menn, sem annars myndu ekki vilja gera
flugu mein, geta umsnúist til heiftar og haturs, ef ki'edda
þeirra heimtar það“.
Það er gott, að hr. Smári minnir á furðuleg fyrirbrigði
í sálfræðinni. Hann vill þá máske útskýra ofurlítið fyrir