Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 175
IÐUNN
Orðið er laust.
16>
mér þetta. sálfræðilega fyrirbrigði, hvernig hann, sem er
svo mikið fyrir andlegu fínheitin, getur leiðst út í svona,
grófan misskilning á jafn-augljósum málflutningi? Því jafn-
vel málfræðin, svo ágæt sem hún er, hefir það til að bregð-
ast. Út frá þessu líkri „hundalogik" getur jafnvel eins 'ynd-
isfagurt karlkynsorð og Slnári valdið leiðinlegum misskiln-
ingi, þegar það færist yfir á kvenlegginn í ættinni.
Um hitt fyrirbrigðið, hatrið og heiftina í mér, er það að
segja, að það ætti að geta skift nokkru máli, gegn hverju.
þeir tvíeggjuðu eiginleikar snúast. Nú er eg raunar ekki
svipað því eins góður maður og hr. Smári virðist 1 öðru orð-
inu halda. Svo maður minnist nánar á flugurnar, þá hryllir
mig að visu við emjinu i þeim, þegar lífið er svo og svo
lengi að kveljast úr þeim í hinum andstyggilegu flugnaveið-
urum, sem jafnvel allra fínasta fólk notar á sínum kristi-
legu kærleiksheimilum. Hins vegar vildi eg feginn geta
drepið, fljótt og hreinlega, hverja þá flugu, livort heldur
efnislega eða andlega, sem er hættuleg heilbrigði manna
eða málefna; því það er alveg satt — lífsástar minnar vegna
get eg hatast heiftarlega við hvers konar sóttbera og sníkju-
dýr, sem sveima eða skríða yfir jörðu eða á, — b® aldrei
svo, að eg kysi að beita þeirri auðvaldsaðferð, sem eg nefndi
áðan og sem þvi miður er ekki einungis notuð við flugur,
heldur líka fólk.
Það er einmitt vegna þess, að eg tel nazismann hvort
tveggja í senn, sóttbera og snikjudýr í menningarlegu sam-
félagi, að eg hatast svo við eðli hans og tilgang. Það er
sannfæring mín, að dýrseðlið, hnefaréttarástríðan, hernað-
arbrjálæðið sé að sama skapi hreinræktað í persónuleika
Görings eða Hitlers eða Mussolinis sem manneðlið, friðar-
viljinn, samfélagsvitundin er það í verklýðshetjunni Dimi-
troff. Sömuleiðis er það sannfæring mín, að sé nokkurs
staðar um „sigurljóma“ menningarlegrar nýsköpunar að
ræða hér á jörðu nú sem stendur, bá sé það austur í Sovét-
lýðveldunum. Loks er það lotningarfull sannfæring mín, að
„rökvald Marx og Lenins“ standist „rökvald“ þeirra „benja-
mínitanna". Hvort hr. Smári hlær eða grætur 'yfir bessu of-
an í Opinberunarbókina sína — það kemur ekki mál við mig.
Sé maður svo miskunnsamur að kalla meðferð hr. Smára