Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Side 176
170
Orðio er laust.
IÐUNN
á „boðskap" kvæðisins „Brúna höndin“ aðeins grófan mis-
skilning’, þá verður hins vegar ógerlegt að auðsýna þá misk-
unn, þegar kemur að útlistun hans á kvæðinu „Móðir Nátt-
úra“. Kvæði þetta, sem annars vegar sýnir áhrifavald nátt-
úrunnar yfir mannsandanum og tilhneigingu .hans til undir-
gefni við öfl hennar, en hins vegar baráttu hans og lolcs
uppreisn gegn viltri harðstjórn hennar og tortímingareðli,
er fyrst og fremst alvarleg viðvörun um hina trúrænu sefj-
unarhættu, sem fólgin er í dulmögnum náttúrunnar. Nægir
að benda á fyrsta erindið í lokakafla kvæðisins, en það er
á bessa leið:
Móðir Náttúra. Voldug þú veður
í vonlausum þokum. —
Að dýrka þig, biðja þig, huglaus og hálfui',
sin hefnir að lokum.
Því þú ei't blind — þú ert trúartáknið,
sem töfrar, svæfir . . .
— Að skora þér mikilvægt mark er hið eina,
sem manni hæfir.
Hvert skyldi nú vera hið mikilvæga mark, sem hér er
talað um, annað en einmitt hið siðfcrðilega mai'k, hinn vit-
ræni tilgangur menningarlegs drottinva’ds yfir náttúruöfl-
unum? Um þetta kvæði segir svo ritdómarinn:
,, „Móðir Náttúra" er mikið kvæði í möi'gum köflum og
er víða fallegt. Á því sést m. a., að þegar menn steypa guði
af stóli, þá setja menn bara náttúruna i hans stað, persónu-
gera hana og eigna henni alla eiginleika guðs — nema þá
siðferðilegu — og tilbiðja síðan þessa siðferðislausu „veru“
með innfjálgri trú, — þennan Mólok, sem eyðir skilyrðis-
laust sínum eigin börnum í eldi vonlausrar tortímingar.
Nei, má eg þá biðja um Jehóva. —“
Her getur ekki verið um neitt að villast, hér hlýtur að
vera um vísvitandi ályktanafölsun að ræða, — sannleika
málsins akkúrat snúið við. Er það þetta, sem þeir „benja-
mínítarnir“, hinir síðustu-daga-heilögu, ætla að nota sem
} vottaefni, til þess að lauga með „skítinn" af íslenzkum